Page 1 of 1
Marhnútur?
Posted: 28 Nov 2007, 08:28
by Gabriel
Eftir að hafa lesið eldri dálk Vargs um heimsókn hans í Náttúrugripasafn Kópavogs og séð myndir af marhnútinum, fann ég mig knúinn til að spyrja hvort einhver hefur einhverja hugmynd, eða jafnvel reynslu, af því að halda svona dýr. Mig hefur lengi dreymt um að eignast svona skepnu en aldrei lagt í það að fá mér saltvatnsbúr og hrökklaðist til baka eftir að hafa séð verð á kælibúnaði í fiskabúr. Ef einhver veit eitthvað um málið, og þá sérstaklega hvort að hægt er að halda hann á kælibúnaðar. Þá endilega að fræða mig.
ps. veit að þetta er ferskvatnsfiskaspjall, en hef ekki fundið nein spjöll af viti um sjávardýr
Posted: 28 Nov 2007, 09:27
by keli
Örugglega ekkert stórmál að hafa einn lítinn marhnút í fiskikari útá svölum... Svo lengi sem sólin skín ekki á það þá ætti það að haldast passlega kalt...
Veit ekki með fóður samt - gæti vel verið að það sé vesen að gefa þeim að éta, og svo gæti líka þurft að skipta ansi reglulega um vatn
Posted: 28 Nov 2007, 10:10
by Gabriel
Þú segir það já
en ég hef nú hvorki aðgang að fiskikari né svölum
var meira að spá í að geta dáðst að honum í fiskabúri innandyra ef það væri mögulegt. Vargur, veistu hvort að búrið á Náttúrugripasafninu hafi haft kælibúnað?
Posted: 28 Nov 2007, 13:21
by Bjarkinn
ég get svarað því, stóra saltvatnsbúrið er með kælibúnaði enda myndu fiskarnir sem í því eru ekki endast lengi án þess að hafa hann.
Posted: 28 Nov 2007, 13:57
by animal
Já með kælibúnað sem heldur því í 12 gráðum, ætti að vera hægt að hafa hann lítinn í hitaralausu búri þar sem pollar sem hann er í, fara á sumrin allt uppí 25 gráður tímabundið
Posted: 28 Nov 2007, 14:27
by Gabriel
Já, mér líst ágætlega á þetta
Ég þarf einhverntíman að prufa að fylla búrið af sjó og sleppa bara hitaranum og veiða mér eitt stk. marhnút. Hvað haldið þið að það þurfi stórt búr undir hann? Las að hann verði um 25-30 cm hér í kringum landið.
Posted: 28 Nov 2007, 16:26
by Bjarkinn
ég myndi ekki setja hann í minna en 300 l búr helst strærra, en þá er náttúrulega orðið erfitt að verða sér út um sjó, verður helst að blanda sjálfur sjó í þetta myndi ég halda.
Posted: 28 Nov 2007, 16:53
by ulli
það er lika hætta á að það mindist dögg á glerið efa vatnið er mjög kallt og þú ert með þetta í stofunni.hef heyrt að tvöfalt gler með filmu á milli sé málið,en er ekki viss
Posted: 28 Nov 2007, 17:48
by Gabriel
Hm..
Ég ræð þessa stundina ekki yfir neinu stærra en 110L svo þetta verður að bíða eitthvað, en það hlítur að vera í lagi að nota íslenskan sjó fyrst að fiskurinn lifir í honum
Posted: 28 Nov 2007, 19:11
by ulli
http://cgi.ebay.com/1-3-HP-Via-Aqua-Aqu ... dZViewItem
finn chiller og allsekki dyr.spá í að splæsa mér í einn svona sjálfur
Posted: 28 Nov 2007, 19:20
by keli
Gabriel wrote:Hm..
Ég ræð þessa stundina ekki yfir neinu stærra en 110L svo þetta verður að bíða eitthvað, en það hlítur að vera í lagi að nota íslenskan sjó fyrst að fiskurinn lifir í honum
Já, en þú þarft að fara útá sjó og dæla honum upp ef þú vilt fá hann án olíubrælu og skólps. Það er ekki nóg að fara bara útá bryggju eða útí fjöru - alltof mikið af mengun þar til að hann sé góður til langtíma.
Posted: 28 Nov 2007, 19:29
by Squinchy
Getur útbúið chiller með litlum vatnskassa af t.d. einhverju vélhjóli með lítinn kassa, hreinsað hann virkilega vel með því að láta vatn renna í gegnum hann lengi, eða kanski bara nýan, setur hann úr fyrir gluggan og dælir vatni upp úr búrinu í gegnum kassan og ofan í aftur
Vatnskipti gerir þú bara með því að gera 20% vikulega og notar bara venjulegan sjó, bara að taka hann langt frá höfn eða þar sem báta umferð er, bátar menga svo
Posted: 28 Nov 2007, 21:42
by keli
Squinchy wrote:Getur útbúið chiller með litlum vatnskassa af t.d. einhverju vélhjóli með lítinn kassa, hreinsað hann virkilega vel með því að láta vatn renna í gegnum hann lengi, eða kanski bara nýan, setur hann úr fyrir gluggan og dælir vatni upp úr búrinu í gegnum kassan og ofan í aftur
Einnig hægt að setja kassann í kalt vatn, t.d. bala sem maður lætur renna rólega í... Fullt af diy dóti til að kæla niður búr til
Posted: 29 Nov 2007, 00:03
by Squinchy
Tengja búrið bara við ísskápinn
Posted: 29 Nov 2007, 00:04
by Vargur
Setja tunnudæluna inn í frysti.
Posted: 29 Nov 2007, 00:05
by Squinchy
Hahaha eða það
Posted: 05 Dec 2007, 00:13
by GG
tengja forhitara við kalt neyslluvatn og láta sjóinn hryngrása í honum einfalt og tekur lítið plás.