standsett var í haust. En þetta er Aquael 160L (180L) hornbúr, gamla búrið hennar Kristínar hér á spjallinu "frú Diskus"
Í búrinu eru 6 Roðabarbar, 3 Stoliczanus barbar, 2 skalar, 7 venusarfiskar,
6 Prestella tetrur, 2 Sítrónutetrur, 2 Demantstetrur, 18 Neon og Kardinála tetrur, 2 eplasniglar og 1 augnalaus Pleggi gold.
Áður en Skalarnir komu var par af paradísarfiskum en þegar kallinn varð staðinn að verki
við svívirðilega árás og algert einelti á Pleggann var hann ásamt konu sinni sendur í vist annarstaðar í fjölskyldunni.
Eftir brottför hans hefur mórallinn í búrinu verið eins og best verður á kosið
og Plegginn lifir í sátt í við sjónleysið.
Þar sem allir hafa svo gaman af myndum hér á spjallinu skelli ég hér nokkrum af uppsetnigu búrsins.

Taka 1

Taka 2 með bláum bakgrunn.

Endanleg útkoma með grjót bakgrunn.

Skalarnir.

Plegga gullið.
Svo eru 3 önnur búr á heimilinu:
35L með 2 gullfiskum, 1 Brúsknefur og 1 Corydoras Schwartzi
54L með Kribba pari eða ölluheldur fjölskyldu, það eru um 20 seiði _____ svona stór.
25L með Gúbbum c.a. 15 stk allar stærðir. (keypt af Andra Pogo)
Svo eru til 3 Spænskar salamöndrur í litlu og gömlu búri.
Í næstu umferð set ég inn myndir af þessum búrum. Svo er bara endilega að segja sína skoðun
