Ég hef svolítið gaman af því að plegginn minn er orðinn aðal í búrinu, ásamt hinum aðal. Það er allavega enginn lengur sem djöflast í honum, en það gerði Guttormur strax og hann var búinn að jafna sig á nýjum heimkynnum. Plegginn er nú farinn að vaða í hina, sérstaklega Guttorm ef hann er þvælast einhversstaðar nálægt honum. Og Guttormur flýr. Öðruvísi mér áður brá.
Ég hef lesið það einhvers staðar að þegar pleggar eldist og stækki þá láti þeir nákvæmlega svona. Hugsið ykkur að einhver svona sogkjaftur geti ráðskast svona með stærri skepnur, eins og Astronotus Ocellatus.
Plegginn minn er um 30 cm. og veður eins og jarðýta um búrið.
Þó flýr hann eins og smástelpa undan Brichardi en þeir gefa honum engin grið ef hann fer í þeirra bæli.
Ásta wrote:Plegginn minn er um 30 cm. og veður eins og jarðýta um búrið.
Þó flýr hann eins og smástelpa undan Brichardi en þeir gefa honum engin grið ef hann fer í þeirra bæli.
hahaha það er líka bara fyndið að sjá hann í búrinu þínu