Page 1 of 1

Reglur spjallsins

Posted: 01 Dec 2007, 23:40
by Vargur
Velkomin á spjallið.

Hér er ætlunin að verði málaefnalegt og skemtilegt spjall um fiska og vatnadýr. Vinsamlega athugið að óheimilt er að auglýsa beint vörumerki eða þjónustu verslana og fyrirtækja nema með fengnu samþykki.

Ekki er ætlunin að fjalla um önnur dýr hér en þó er þráður tileinkaður öðrum dýrum og er hugsaður til að fiskaeigendur geti póstað myndum og upplýsingum um önnur dýr í þeirra eigu.

Þú skráir þig á spjallið með að smella á Nýskráning hnappinn efst hægra megin á forsíðunni og fylgir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru.
Það hefur borið á því að nýjir notendur sem nota Hotmail.com fá ekki staðfestingar póst til að virkja aðgang sinn og í sumum tilfellum er pósturinn flokkaður sem ruslpóstur þannig það er ágætt að athuga líka í ruslakörfuna. Ef þú færð ekki staðfestingar póst eða getur einhverra hluta vegna ekki virkjað aðgang þinn að Fiskaspjall.is sendu mér þá endilega póst á fiskaspjall@gmail.com

1. Óheimilt er að auglýsa beint vörur og þjónustu fyrirtækja og verslana nema með fengnu samþykki.
2. Forðast ætti að gefa ráðleggingar og leiðbeiningar nema vera fullviss um ágæti þeirra.
3. Notkun hástafa, upphrópunarmerkja, broskarla og þess háttar skal stilla í hóf.
4. Ekki pósta óþarfa póstum eða efni sem ekki á skilt við umræðuna. Slíkir póstar verða hugsanlega fjarlægðir af umsjónarmönnum.
5. Hafði titil innleggs lýsandi fyrir innihald þess.
6. Notaðu breyta hnappinn ef þú þarft að lagfæra innlegg í stað þess að skrifa nýjan póst strax á eftir hinum. Mundu að breyta takkinn er til að breyta bréfum, ekki til að eyða þeim og það er ekki vel séð að meginmáli innleggs sé breytt eftir að búið er að svara því.
7. Ekki má birta móðgandi, særandi, dónalegt, hótanir, hatursfullt, kynferðisleg eða annað efni sem getur verið bannað samkvæmt lögum.
8. Spjallverjar skulu vanda orðalag sitt og gæta þess að koma ekki með særandi ummæli um menn eða málefni og sýna öðrum spjallverjum kurteisi.
9. Ekki er heimilt að vera með fleiri en einn aðgang (notendanafn) á síðunni.
10. Sá sem býður í hlut í auglýsingum eða segist ætla að taka hann þarf að geta staðið við tilboðið.

Öðru hvoru eru hreinsaðir út póstar sem eiga ekki skylt við umræðuna eða einfaldlega eiga ekki heima á þessu spjalli. Spjallið er jú fyrst og fremst fiskaspjall en umræðum um fiska er ekki eitt svo fremi sem þessum reglum er fylgt.

Posted: 10 Jan 2009, 04:44
by Vargur
Ef notendur verða uppvísir af brotum á reglum þessum þá er umsjónarmönnum heimilt að grípa til ráðstafana.

1. Brot.
Viðvörun frá umsjónarmanni
eða 1-3 viðvaranir frá stjórnendum send í einkapósti.

2. brot.
Brottrekstur af spjallinu í 1-3 vikur.

Hafi notandi ekki farið eftir tilmælum frá umsjónarmönnum eða stjórnendum þá verður hann settur í bann í 1-3 vikur. Notandi fær tilkynningu um slíkt í tölvupósti og þarf að senda svarskeyti þegar banninu lýkur vilji hann halda áfram að stunda spjallið.
Bannið felur í sér að ip tala notanda verður bönnuð þannig viðkomandi getur ekki lesið umræður á spjallinu.

3.brot.
Varanlegt bann frá spjallinu
, aðgangi verður læst og allar ip tölur sem notandi hefur sent innlegg frá verða bannaðar þannig ekki verður hægt að skoða síðuna.


Umjónarmönnum er heimilt hvenær sem er og án viðvörunar að setja notanda í bann hafi hann gróflega brotið reglur fiskaspjall.is
Viðkomandi notandi fær þá skýringu á banninu í tölvupósti og getur komið sínum sjónarmiðum á framfæri með svarskeyti á fiskaspjall@gmail.com.