Ég var að hugsa um að ná einni ljósmyndakeppni í viðbót svo allir fái að vera með og hafa hana nokkuð hraða þannig við getum kosið um mynd ársins í kringum jól og áramót.
Öllum skráðum spjallverjum er heimilt að taka þátt.
Þátttakendur skulu senda mér myndir eða link á þær í einkapósti eða í tölvupósti á fiskaspjall@gmail.com fyrir 7. desember.
Merkið póstinn Ljósmyndakeppni XIII ´07
Ég mun svo setja inn myndirnar nafnlaust þegar fresturinn er búinn.
Eins og vanalega má myndefnið vera hvað sem er fiskatengt, eina skilyrðið er að viðkomandi hafi tekið myndina sjálfur.
Skrautfiskur áskilur sér rétt til að nota myndirnar hugsanlega til kynningar á félaginu eða á annan hátt í starfsemi félagsins.
Ein mynd verður dregin úr innsendum myndum og hlýtur hún 2.500.- króna inneign í verslun Fiskabur.is og gef ég sjálfur verðlaunin.
Ljósmyndakeppni XIII
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli