Spurningar um ancisruseiði ?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Spurningar um ancisruseiði ?
'Eg er með ancistru par sem búið er að hrygna og er að spá í hvort maður þurfi að gera eitthvað til að halda þessum kvikindum á lífi ? Parið er bara sér í 70 lítra búri ekkert annað kvikt þar,en karlinn rekur kerlu alltaf í burtu ef hún kemur nálægt, og hann fer ekkert frá staðnum sem hrognin eru,þarf maður kannski að fjarlægja dömuna eða kannski bæði ?
Parið étur ekki seiðin ef ef það eru aðrir fiskar í búrinu þá eru seiðin í hættu.
Menn hafa misjafnar skoðanir á uppeldinu, ég hef reynt að skipta ört um vatn en lítið í einu fyrstu vikurnar og fóðra botntöflum, gúrkubitum og kartöflum, gúrkurnar og kartaflan fá bara að vera í nokkra tíma ofan í og svo er ný sett í staðinn, td. daginn eftir.
Svo er líka stórsnjallt að setja steina eða annað þakið þörung hjá seiðunum.
Menn hafa misjafnar skoðanir á uppeldinu, ég hef reynt að skipta ört um vatn en lítið í einu fyrstu vikurnar og fóðra botntöflum, gúrkubitum og kartöflum, gúrkurnar og kartaflan fá bara að vera í nokkra tíma ofan í og svo er ný sett í staðinn, td. daginn eftir.
Svo er líka stórsnjallt að setja steina eða annað þakið þörung hjá seiðunum.