jæja mér vantar smá hjálp...málið er þannig að ég er með gúbbífiska,bardagafisk og 2 ryksugur saman í búri og alltílagi með það en svo áðan sá ég fullt af eggjum í búrinu mínu sem eru eftir ryksugurnar og ég tók alla fiskana úr búrinu svo þsu yrðu ekki étin en eg veit ekki hvað ég á að gera svo ??? þarf ég nokkuð að sétja mat í búrið.þurfa ryksugurnar að vera hja þeim?hvað er langt i að þetta breytist i fiska og megið bara segja mér allt um þetta þetta eru litlar brúnleytar ryksugur sem þrífa botnin ef það hjálpar haha vissi ekkert að´þær myndu fjölga sér
Hrognin klekjast á 4-5 dögum.
Egg þurfa ekki að borða þannig matur er óþarfur.
Seiðin þurfa svo ekki mat fyrr en 5-7 dögum eftir að þau klekjast og þá er best að fóðra sparlega með muldum flögum og/eða smárri artemíu.
okey takk...en þurfa ryksugurnar nokkuð að vera hjá hrognunum???
vá ég veit bara ekkert hehe datt ekki i hug að rygsugurnar mínar myndu fara fjölga sér
takk fyrir svörinn....
En annað sem ég var að velta fyrir mér er hvort að það séu miklar líkur á að það komi seiði úr öllum hrognunum ??? og fjölga svona ryksugur sér oft ?? eða var ég bara heppin að lenda á pari
Ef hrognin eru frjó og vatnið gott þá ættu að koma seiði ur flestum hrognunum.
Ég geri ráð fyrir að þetta séu Corydoras ryksugur hjá þér og þær eru mjög einfaldar í ræktun en þú hefur þó verið heppin að lenda á pari. Það er nú ekki alltaf sem það gerist þegar maður kaupir tvo fiska.