Hvað finnst ykkur um stóra bannera, undirskriftir og svoleiðis hluti?
Einhver er t.d. að pósta einni setningu en tekur þvílíkt pláss því að undirskriftin eru margar línur.
Persónulega finnst mér það leiðinlegt og mér finnst póstarnir missa marks þegar maður þarf að þræða sig í gegn um einhverja risapósta sem eru svo ekkert nema upptalningar á dýrum heimilisins eða einhverju álíka.
Sammála þér Ásta sumar undiskriftir eru alveg út i hött.
Mikið sniðugra að vera frekar með beina tengingu inn á þráðinn sinn eða álíka.
Leiðinlegt að skoða umræður sem eru fullar af engu.
Mér finnst þetta ekki vera vandamál hérna en fínt að taka á því áður en það verður vandamál.
Mesta leyfilega lengd á undirskrift hefur verið 300 stafir, ég minkaði það í 150.
Þetta verður svosem aldrei vandamál ef það einstaklingar sem eru með langar undirskriftir fá bara að vita það strax... Það er ekki það mikil traffík og mikið af notendum á þessu spjalli að þetta fari auðveldlega úr böndunum