Sælir spjallverjar
Var að fá mér 200 L búr og er að fara að fá mér fiska í það á föstudaginn. Búinn að skoða myndir mikið og er kominn með hálfgerðan óskalista sem ég ætla að biðja ykkur að líta á:
Í 200 L búr:
2x Kribba
1x Bardagafisk (karl)
8x neon tetru (8 er bara tillaga)
8x black neon tetru (8 er bara tillaga)
3x Baby glersugur (sem að sjálfsögðu stækka )
2x Fiðrildasíklíðu
2x Zebra botia - botia striata
2x (Nigeriu-rauðan fiska)
Nigeríufiskarnir eru samt ekki að fara í búrið á næstunni allavega...
Er þetta fjarstæður draumur? Eða gengur þessi listi? Endilega tjá sig fyrir mig
kærar kveðjur
Passa þessir saman í 200l búr??
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Passa þessir saman í 200l búr??
Eymar Eyjólfsson