Ég var að fá mér Brúsknef ryksugu og var að pæla, er gott fyrir ryksugur að fá kartöflur? ég nefnilega sá í dag í fiskó að það var kartafla í einu fiskabúrinu en kallinn hafði ekki tíma til að útskýra.
Getur einhver sagt mér til hvað er gott að gera í sambandi við bara ryksugur yfir höfuð?
Ég á eftirfarandi ryksugur:
Brúsknef:
Gibba:
Asíska ryksugan:
(Getur einhver sagt mér hvernig ryksuga þetta er?
Last edited by Mr. Skúli on 24 Dec 2006, 18:27, edited 1 time in total.
Flest allt grænmeti er fínt. Gúrkur, kál, brocoli, blómkál, kartöflur,grænar baunir ofl er fínt fyrir þessa fiska.
Passaðu bara að taka allar óetnar leyfar daginn eftir svo þær mengi síður vatnið.