Endalaust, bölvað vesen.

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Endalaust, bölvað vesen.

Post by guns »

Fyrst kom upp hvítblettaveiki í búrinu hjá mér. Lyfin virkuðu nú á það, svo hurfu/drápust 4stk demansoni, 2 auratus og 2 buttikoferi.

Svo kom hvítblettaveikin upp aftur. Lyfin virkuðu á það aftur, en ég ákvað að hala lyfjagjöfinni áfram lengur til að þetta myndi nú vonandi hverfa, gaf síðasta skammtinn af því í gær. Núna eru 1 buttikoferi horfinn, sá annan dauðann í kvöld, og sá þriðji var svona:

Image

Merkilega frískur samt, fær sér að borða... þó að maturinn skjótist svo bara út um sárið sekúndu síðar :(

Hvað kom fyrir þennan ?

Ég er að íhuga að taka búrið í gegn alveg í heildina. Endurraða öllu, skipta um mest af vatninu og þá kannski fjölga fiskum aftur. Ég bara veit ekki hvenær eða hvort ég eigi að þora því. Eða hvað gæti verið að....
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

úff maður, lítur ekki vel út. Varstu ekki að skipta vel út af vatni með lyfjagjöfinni, þ.e.a.s. fyrir lyfjagjöf, og alltaf áður en bætt er lyfjum í og svo vel eftir að henni er lokið?
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Ég setti lyfið síðast í í gær... skipti um vatn seinasta lagi um helgina... sé það ráðlegt.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvaða aðrir fiskar eru með þessum?

Ég hef lent í svona svipuðu, nema þá byrjaði þetta sem sár og stækkaði svo á nokkrum vikum.. Þetta gætu verið fiskaberklar,, en þeir taka svolítinn tíma í að verða til.

Eru vatnsgæðin góð?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Uss uss, mér líst ekkert á þetta.
Þetta er hálf undarlegt, yfirleitt fá þessir fiskar ekki blettaveiki nema eitthvað mikið sé að, spurning hvort þetta sé einhver vatnseitrun.
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Var að mæla vatnið áðan, sýrustigið er alveg í lagi miðað við Malawi búr. Það er smá nítrat í búrinu, ekki mikið þó. Ekki í fyrsta skiptið sem það mælist hérna hjá mér, spurning hvort að vatnið úr krönunum hjá mér sé ekki í lagi... Þyrfti að mæla það líka býst ég við.

Ef þetta er einhver vatnseytrun eins og ykkur dettur í hug... hvernig væri þá best að bregðast við því ?
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

sjóða vatnið og láta það kólna niður sjálfkrafa
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Þarf ég að gera það við 260lítra af vatni ? :S

Einhver sem getur lánað mér stórann pott? :P
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

ok 260 lítar, hmmmmmmmmmmmm gæti verið snúið að sjóða í það hehe þó að potturinn væri 20 lítar þá er kannski betra að byrja upp á nýtt það er að sjóða sandin. þó mælingar séu góðar á vatninu þá gæti sandurinn verið meingaður, svona 20 % af sandi væri ok að byrja á mæli ekki með að gefa hann síðann á disk sem mat
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

guns wrote:
Ef þetta er einhver vatnseitrun eins og ykkur dettur í hug... hvernig væri þá best að bregðast við því ?
Skipta um vatn.
Ég mundi aldrei fara að standa í því að sjóða vatn í fiskabúr sem er stærra en 30 lítrar.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

ég sauð 25% í búrið hjá mér og það er vel yfir 30l hehe, síðan hækkaði ég hitann upp um 2° og hef sloppið við alla veiki, svo byrja ballið aftur með suðuna á öllu það er 25% vatn, 50% sandur en ég held ég sleppi fiskunum núna síðustu drápust (bara grín)
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Hvað um að nota heita vatnið úr krananum og láta það kólna niður?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér hefur eimitt dottið í hug að nota það heita til þurfa ekki að hafa áhyggjur af costíu en þá þarf maður að gera einhverjar ráðstafanir með pláss til að kæla vatnið.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Væri kannski einfaldast að nota UVC-ljós til þess að hreinsa vatnið? Það ætti að vera minni hætta á kvikindin geti fjölgað sér.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Allavega ekki fara í búrið ef þú ert með sár.. þetta gætu verið fiskaberklar..
Although aquarists don't frequently get this disease, using gloves when cleaning infected tanks is highly recommended. Starting a siphon by mouth is also a good way to expose yourself unnecessarily to the bacteria. If a tank has been infected, it is considered best to bleach it well and dry it out before restocking it.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

...it is considered best to bleach it well and dry it out before restocking it.
Ómæ...

Haldiði að það sé málið ? Að sjóða allan sandinn, skipta um megnið af vatninu... og starta búrinu upp á nýtt?

Þá er ég að tala um að halda svona 20% af vatninu... jafnvel 15%. Reyndar er ég með rauðamölsgrjót sem ég gæti ekki soðið.... of stórt... og greinin væri tæp líka. En ég gæti spúlað það með heitu....
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

... svo held ég að Buttikoferi eigi bráðlega fund við herra Gustavsberg.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Klórinn ætti alveg að gera sama/svipað gagn og suða... Bara skola vel eftirá.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply