Hvernig á að kyngreina og fjölga Walking catfish?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Hvernig á að kyngreina og fjölga Walking catfish?
Hæ allir . Ég á einn walking catfish og langar alveg rosalega í annan. Langar svo rosalega að rækta þá. Hvernig getur maður kyngreint þá og fjölgað þeim??? Veit að þeir verða alveg rosa stórir og grimmir .
400L Ameríkusíkliður o.fl.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Best væri líklegast að byrja með nokkra og sjá hvort ekki myndist par. Annars á kvk að vera aðeins breiðari en kk. Auðveldast væri líklega að kyngreina þá á 'gotraufinni' eða hvað sem það kallast á fiskum allavega þá eru kk með eitt gat en kvk tvö. Sést kannski ekki sérlega vel fyrr en fiskurinn er kominn í þokkalega stærð.
Þeir verða kynþroska u.þ.b. eins árs gamlir.
Það getur ýtt undir hrygningu að skipta hressilega um vatn.
Þeir eiga annars að vera frekar auðveldir til fjölgunar en kk gætir hrognanna þartil þau klekjast út meðan kvk passar nánasta umhverfi.
Hrognin klekjast út eftir ~30klst og foreldrarnir gæta seiðanna í 2-3 daga eftir það.
Svo hef ég lesið að þeir verði svolítið passasamir þegar þeir eru að fjölga sér þannig að aðrir fiskar í búrinu gætu kannski lent illa í því.
Hérna er líka fín grein:
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=1163
Þeir verða kynþroska u.þ.b. eins árs gamlir.
Það getur ýtt undir hrygningu að skipta hressilega um vatn.
Þeir eiga annars að vera frekar auðveldir til fjölgunar en kk gætir hrognanna þartil þau klekjast út meðan kvk passar nánasta umhverfi.
Hrognin klekjast út eftir ~30klst og foreldrarnir gæta seiðanna í 2-3 daga eftir það.
Svo hef ég lesið að þeir verði svolítið passasamir þegar þeir eru að fjölga sér þannig að aðrir fiskar í búrinu gætu kannski lent illa í því.
Hérna er líka fín grein:
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=1163