Það er auðvitað ömurlegt að horfa á fiskana svona slappa en ég myndi ekki setja neitt lyf í nema vita hvað væri að.
Hvaða gleðilyf ertu annars að tala um? E? LOL
haha nei,, ekki allveg
vinkona mín á gullfiska og þeir voru orðin ansi slappir, og hún gaf þeim e-h lyf og þeir vöknuðu allgjörlega til lífsins eftir það,
þannig ég var svona að pæla
Ég hef miklar áhyggjur af honum,og ég get ekki beðið þangað til að hann hressist ,, hann er núna eigilega alltaf skakkur, og mér líður hrææðilega eins og systur mín, erum báðar frekar hræddar um hann
En samt þegar ég horfi á hann finnst mér eins og hann vorkenni sjálfum sér fyrir að éta ekkert
eða það finnst mér ekki, en finnst ykkur að ég ætti að prófa að gefa honum blóðorma ?:? :roll:
Vandamálið er ekki að hann éti ekki heldur er eitthvað að honum. Það gerir fiskunum ekki gott að hrúga bara fóðri í búrið. Skalar og flestir fiskar þola ágætlega að svelta í nokkra daga.
Þú þyrftir að koma honum í sér búr með góðri dælu, 30° hita og smá salt slettu.
Já ég keypti mér 30 lítra búr, fyrir þann veika,, og er búin að setja vatn í það og bíð eftir að það verði eins og stofuhitinn, og svo set ég hann í það þegar það verður um 30°,
Af hverju setur þú ekki bara vatnið í búrið í réttu hitastigi ? Jafnvel aðeins heitara og leyfa því frekar að kólna niður.
Ég mundi setja ca 4-5 matskeiðar af salti ef hann er mjög slappur.
Já okej, ég hefði betra átt að gera það ,, æjji ég vissi það ekki og ef ég hefði vitað það mundi ég gera það,, okej, hann er mjööög slappur þannig ég set um 4 matskeiðar
Jæja, skalinn kominn í búrið, með 3 matskeiðum af salti,, (þorði ekki að setja 4 af e-h ástæðu ), hva haldið þið svona sirka, hvað hann verður lengi að jafna sig ?
Já okey,, skalinn sem ég var að fá étur nefnilega ekkert,, þannig að ég held að hann verður kominn með lyst þegar hann venst umhverfinu ,, og mér sýnist skalinn vera að skána, en ekkert það mikið
Ertu með sand í sjúkrabúrinu ? Það er alger óþarfi og eikur bara á vinnu við þrif.
Nú held ég að það é komin tími fyrir sjúklinginn að fá bara að hvílast á skuggsælum stað, fiskurinn bara stressast ef þú ert alltaf að atast í honum.