Jæja þið fróða fólk.
Langar að spyrja ykkur hvort þið vitið eitthvað um svona hreinsidælu.
Hún er lítil (mjög lítil) það stendur ekkert annað á henni en þetta nafn (svo ég sjái)
Á hún ekki að blása loftbólum eins og t.d. Eheim herinsidælurnar litlu ???
Er þetta svona dæla, hún er ekki gerð fyrir loftskot.,
Ef þetta er aftur á móti svona dæla þá er hægt að setja slöngu þarna á stútinn fremmst á nefinu á dælunni, endinn á slöngunni þarf bara að ná upp fyrir yfirborðið.
Hún er eins og þessi neðri en ekki með svona stút.
Skal reyna að setja inn mynd af henni í kvöld.
Kannski bara nota loftstein með henni ???
(er með hana í seyðabúrinu)
Jæja svona lítur hún út blessunin.
Hún skaut fyrst smá loftbólum af og til en svo er hún alveg hætt því
svo ég var að spá hvort þetta ætti að vera svona eða hvort hún væri
gömul og lúin og væri því hætt svona puðri ???
Þetta er eldgamla týpan. Er ekki eitthvað loftdæmi þarna efst á henni, þarf hún ekki bara að vera aðeins ofar í búrinu eða þarf kannski að þrífa þetta eitthvað.
Okey jú held að þetta sé svona loftdæmi. maður snýr þessu og ræður straumnum.
Hún var hrein og fín þegar hún fór í en það getur verið að það þurfi bara að skola hana því ég var aðeins að láta hana vinna
og skolaði svampinn nokkrum sinnum. En þetta er svo lítið grey (og gamalt)
Ef hún er ekki að virka með loftbæólurnar er þá nauðsynlegt eða betra að setja loftstein líka í búrið ???
Þetta er í seyðabúrinu.
ég var með svona dælu og tengdi loftdælu með henni virrkar fínt í 54l búri. síðan þegar ég fékk mér 75l búrið þá notaði ég bara turninn það er dæluna sjálfa til að vera með "powerhead"
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð sem er núna DAUÐ
En semsagt ekkert nauðsynlegt ???
Hún er bara í 30L búri og er alveg að skila sínu finnst mér.
Hreinsar vel og fljótt.
Var bara þetta loftbólufruss sem ég var að velta fyrir mér
Takk, takk fyrir þið fróðu spjallarar.
Maður er svoddan Grænjaxl ennþá að þið eruð í fullri vinnu við að
bjarga manni frá mistökunum sem geta komið upp.
Haha já kannski það sé bara málið að maður sé seinn að byrja svona fullorðinn. ???
En held að maður sé samt bara betur tilbúinn til þess svona þegar maður er búinn
að hlaupa af sér mestu vitleysuna