Hef verið með tvo svona snakeskin gúbbýa, eru svona grænir einhvern veginn.
Keypti mér einn þegar ég startaði búrinu og hann át rosalega vel og allt í lagi með það. Svo eftir að fleiri fiskar og stærri komu í búrið þá hætti hann bara að borða, eða borðaði alveg svakalega lítið. Hann horaðist alveg niður og varð næstum því að engu og dó í gærdag.
Við keyptum annan svona fyrir svolitlu síðan til að athuga hvort að tveir eins myndu verða vinir og hinn myndi fara að borða. Ekki gerðist það en þessi nýji hermir eftir hinum með það að borða ekkert Fylgir það eitthvað þessum lit að borða ekki eða vantar þeim bara félagsskap.
Er með tvo aðra í öðrum lit og borða þeir eins og þeir fái borgað fyrir það, eru feitir og pattaralegir en þeir hafa líka alltaf verið alveg svakalega góðir vinir, en þessi ljósi gamli hefur eiginlega aldrei komist inn í hópinn og svo þessi ljósi nýji varð aldrei vinur hins þannig séð.
Var að spá hvort að maður þyrfti alltaf að taka tvo úr sama búri í dýrabúðinni til að fá kannski vini svo að þeir borði eða hvernig er þetta eiginlega
Eða eru þessir tveir kannski bara ekkert sáttir við þessa stærri fiska sem ég er með og þora ekki að koma upp að borða?
Gúbbý sem borðar ekki :S
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Gúbbý sem borðar ekki :S
200L Green terror búr