Það hefur aðeins borið á lélegum aulýsingum hér á spjalinu, td þar sem upplýsingar um vöruna eru litlar sem engar og verð ekki gefið upp osf.
Þessar auglýsingar vekja oft hörð viðbrögð notenda og verða stundum hitamál sem enda illa.
Hvort eigum við að leyfa þessum auglýsingum að standa og þá væntanlega gengur ekkert eða illa hjá viðkomandi að selja eða eigum við að taka hart á þessu og hreinlega taka fólk í gegn og krefjast góðra auglýsinga ?
Persónulega fara illa uppsettar auglýsingar mikið í taugarnar á mér og mér þykja þær argasti dónaskpur við aðra spjallverja.
Eigum við ekki bara að hafa góðan standard hér og fara fram á að fólk setji inn greinargóðar auglýsingar?
Það getur kannski verið erfitt að krefjast mynda þar sem það hafa ekki allir tæki/þekkingu til þess.
Já þetta fer líka mikið í taugarnar á mér,algjört lágmark að fólk gefi sér tima til að gera þokkalega skiljanlega auglýsingu,þá þarf ekki marg oft að vera að spurja um hitt og þetta um það sem er verið að auglýsa til sölu eða eftir.
ég skil mjög vel hvað þú átt við , Vargur . Væri möguleiki að hafa svona "eiðiblað" i þetta kerfi , svo maður gétur llt fylla út. Vara,verð, aldur...o.s.afr.
bara svona hugmynd.
Ég mæli með að fundið verði sýnidæmi úr góðri auglýsingu sem hlýtur að vera til hér, svo fólk geti áttað sig á hvernig þokkaleg auglýsing ætti að vera.