Ég er að minnka við mig aðeins og búinn að kaupa 350 lítra búr og er með 2 Eheim dælur fyrir sem eru fyrir 350 L.
Ég hafði hugsað mér að nota þær báðar í nýja búrið og vera bara með ofur filteringu. En nú er ég byrjaður að pæla að kanski er það bara vitleysa. Eitthvað hlýtur að kosta reka þetta í rafmagni?
OK ég var að reikna
Dælan: Power Consumption 25watt
1000W á klst kostar 8 kr er mér sagt.
0,025*24*365*8 = 1752 kr. á ári, passar það? Það er frekar lítið.
Ég verð með 2 fullvaxna óskara í því, ekkert annað. Overkill að hafa 2 dælur þá?
Svo er það líka hvernig þetta lítur út, búrið á að vera stofustáss, ég verð með Back to Nature bakgrunn, hef ekki notað þá áður, mun ég koma öllu draslinu fyrir á bakvið ef ég verð með 2 dælur?
Er þess virði að of-filtera?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Bættu við einni dælu.
Þessar dælur með tveim fullvöxnum óskurum í 350 lítrum er langt því frá að vera of mikið, sennilega bara passlegt.
Dælur eru ekki skelfilega frekar á rafmagn, ef þú ert að spá í rekstrarkostnaði slepptu þá frekar hitaranum og/eða minnkaðu ljósin.
Einhversstaðar las ég að fiskabúr með öllum búnaði notaðai 10% af rafmagninu sem þvottavél og þurkari á meðal heimili nota.
Þessar dælur með tveim fullvöxnum óskurum í 350 lítrum er langt því frá að vera of mikið, sennilega bara passlegt.
Dælur eru ekki skelfilega frekar á rafmagn, ef þú ert að spá í rekstrarkostnaði slepptu þá frekar hitaranum og/eða minnkaðu ljósin.
Einhversstaðar las ég að fiskabúr með öllum búnaði notaðai 10% af rafmagninu sem þvottavél og þurkari á meðal heimili nota.
Líklega passlegt að hafa 2 dælur.
Varðandi kostnað þá er ég ekki viss - hitarinn tekur yfirleitt mestu orkuna, en það fer líka eftir hitanum í íbúðinni hjá þér. Lýsingin getur líka verið svolítið orkufrek. Dælan er allavega ekki vandamál held ég
Varðandi kostnað þá er ég ekki viss - hitarinn tekur yfirleitt mestu orkuna, en það fer líka eftir hitanum í íbúðinni hjá þér. Lýsingin getur líka verið svolítið orkufrek. Dælan er allavega ekki vandamál held ég
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net