Ég held að einn af gullfiskum drengjanna sé kominn með droopsy. Tók eftir því í gær að hann "húkir" bara í miðju búrinu, en svo syndir hann um og étur, en "húkir" svo bara aftur. Hann hefur alltaf verið kviðmikill en er 2x kviðmeiri núna og hreistrið stendur út á kviðnum. Get ekki ímyndað mér neitt annað sem kemur til greina.
Ég er búin að taka eplasnigilinn og setja hann í hitt búrið (hann er að éta gróðurinn þar núna - grrrr ), setja 2 msk salt í búrið (þetta er 54 lítra búr) og setja hitara í það (hitinn kominn úr 20°c í 24°c). Er eitthvað meira sem hægt er að gera?
Svona eftir á að hyggja, getur snigillinn borið smitið með sér í stóra búrið?
Hérna er ein mynd af honum (ekki veikur hér):
Droopsy
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Jæja, er búin að setja kappann í sjúkrabúr með saltvatni og 24°c.
Er að skipta um vatn hjá gullfiskunum svo ég geti sett snigilinn þangað aftur, vil ekki að hann éti allan gróðurinn!
En ég á Sera Protazol - ég fékk það við hvítblettaveiki, en sýnist það bara vera sníkjudýralyf. Borgar sig að setja bakteríulyf hjá honum? Hann er ekkert mjög slapplegur að sjá, syndir um allt og étur, en "húkir" svo inn á milli. En maginn er þaninn og hreistrið stendur út. Hann er kannski bara óléttur???
Er að skipta um vatn hjá gullfiskunum svo ég geti sett snigilinn þangað aftur, vil ekki að hann éti allan gróðurinn!
En ég á Sera Protazol - ég fékk það við hvítblettaveiki, en sýnist það bara vera sníkjudýralyf. Borgar sig að setja bakteríulyf hjá honum? Hann er ekkert mjög slapplegur að sjá, syndir um allt og étur, en "húkir" svo inn á milli. En maginn er þaninn og hreistrið stendur út. Hann er kannski bara óléttur???
Jæja, nóttin liðin og Danni gullfisskur er enn á lífi. Ég er farin að hallast að því að hann sé bara svona heiftarlega stíflaður, því ég hef ALDREI séð lengri kúk koma úr neinum fiski og kom úr honum í gær. Um 5 cm and still going þegar ég fór að sofa í gær.
Hann er ekki eins þaninn, en samt þaninn, en syndir bara um og er hættur að "húka" - s.s. heldur hressari.
Hann er ekki eins þaninn, en samt þaninn, en syndir bara um og er hættur að "húka" - s.s. heldur hressari.
Þessi eplasnigill tókst að klippa alla stilkana á einni valliniseru í sundur! Hann er kominn til baka til gullfiskanna og gerfigróðursins og er að háma í sig gúrku núna. Hann er algjört átvagl þessi snigill.Eplasnigillinn étur ekki gróðurinn.