Ég er með þrjá Cory Cats og á nýjársdag þá lagði einn af þeim eggjum á nokkrum stöðum í fiskabúrinu hjá mér. Í nótt byrjuðu þessi egg að klekjast út og úr komu seiði. Þetta er nokkur fjöldi af seiðum en ég er með 160 lítra búr, þannig að ég reikna ekki með neinum vandamálum þannig.
En það sem ég veit ekki er hvort að Cory Cats borði sín eigin seiði eða ekki. Ég hef verið að leita á netinu, en ekki fundið neitt sérstakt um tegundina og þessa hlið mála.
Takk fyrir svörin og hjálpina.
Cory Cats seiði
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Það eru náttúrulega til alveg hellingur af cory tegundum, en hrygningarnar hjá þeim eru flestar eins.
Þú getur alveg gert ráð fyrir því að þeir éti seiðin sín ef þeir fá tækifæri til þess.
Annars er meðhöndlun seiðanna voða lítið mál, bara gefur þeim nýklakta artemíu og þau ættu að ná ágætis stærð á nokkrum mánuðum.
Þú getur alveg gert ráð fyrir því að þeir éti seiðin sín ef þeir fá tækifæri til þess.
Annars er meðhöndlun seiðanna voða lítið mál, bara gefur þeim nýklakta artemíu og þau ættu að ná ágætis stærð á nokkrum mánuðum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net