
Mig hefur lengi langað að hafa frekar lítið gróðurbúr í stofunni og þetta er því tilvalið tækifæri!
Í búrinu eru 29stk tígrisbarbar, fín ljós möl, nokkrar plöntur úr stóra búrinu, rót og Fluval 3plus (sem er fyrir 90-120L, 700L/klst).
Nú þarf ég bara að útbúa mér eitthvað stofuhæft ljós fyrir búrið en vil ekkert endilega hafa það of bjart.
Datt í hug að mixa einhverja klemmu á bakglerið fyrir ljósið.
Plönturnar sem ég er með núna eru java fern, mini-vallisnera og Cyperus helferi. En það er ekkert endilega fast, bara e-ð sem ég átti við höndina.
Skellti smá gróðurnæringartöflu við þær.
Hvað segja gróðursnillingar við þessu?
Er hægt að halda lífi á plöntunum með frekar daufu ljósi?
Einhverjar plöntur sem henta vel í svona uppsetningu... já og þigg bara öll góð ráð

Reyni að skella inn myndum af þessu fljótlega