Ein planta fékk að halda sér ásamt reyndar einhverjum botngróðri og nokkrum litlum Anubias plöntum.

Plantan góða dafnar vel og hefur stækkað gríðarlega eftir að hún fékk búrið fyrir sig og nú er hún farin að blómstra.

Veit einhver hvað plantan heitir ?
Ég býst við að bæta diy co2 kerfi í búrið bráðlega og vonast til að plantan dafni enn betur þá.
Í búrinu eru 3 sverðdragar, Kribbapar, ein keyhole sikliða og líttill pleggi ásamt nikkrum ancistum.