hjálp er með gullfisk sem er allur í blóði

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

hjálp er með gullfisk sem er allur í blóði

Post by sono »

Ég er með einn 8 ára gamlan gullfisk einan í 65 litrabúri hann er búinn að vera einhvað slappur og hreyfir sig voðalitið , ég hef tekið eftir að það er byrjað að blæða úr uggunum hans og nuna á 3 degi sem hann hefur verið svona er hann all blóðugur þegar ég sá hann í dag . Á ég að leifa honum að fara og hver er besta leiðin til að farga honum?:(
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég myndi láta hann flakka og þá annaðhvort í klóið eða frysta hann með vatni í poka.
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

Okey

Post by sono »

Takk fyrir geri það þá
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vatnsskipti.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hann er ekki dauður enn er það?

Skiptu um amk helminginn af vatninu og settu jafnvel smávegis salt í það. Þetta er mjög líklega bara útaf lélegum vatnsgæðum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

fiskur

Post by sono »

Ég hef alltaf skipt um 2 litra á dag að vatni og er með loftbóludælu og nyja hreinsidælu i búrinu . Hann lá bara á botninum i gjær allur i blóði 3 daginn i röð svo að ég fargaði honum :(
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Leiðinlegt að greyið hafi farið svona á gamals aldri en þetta hljómar eins og skólabókardæmi um léleg vatnsgæði. Þó það sé mjög gott að skipta út 2 lítrum daglega þarf að taka öðru hvoru stærri vatnskipti því líklegt er að nitrat byggist upp með tímanum.
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

æji já

Post by sono »

æji já ég veit og liður ömulega að hafa sturtað honum niður þetta var uppáhalds fiskurinn hennar mömmu :(
Post Reply