Ekki fleiri seyði!

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Ekki fleiri seyði!

Post by Rodor »

Orðið seyði er ansi mikið notað í spjallinu. Mig langar að vera svolítill nöldrari og leiðrétta ykkur sem notið orðið seyði.
Þegar þið notið þetta orð um fiska, þá eruð þið í raun að segja að einhver hafi soðið fiskinn og þetta sé seyðið af honum. Svo þegar búið er að sjóða fiska oft þá eru seyðin orðin mörg. Þetta myndi kallast fiskiseyði. Ef þið gerðuð þetta við fuglinn ykkar þá gætuð þið kallað það fuglaseyði eða kjötseyði.
Því langar mig að biðja ykkur um að nota bara orðið seiði, því það er náttúrlega það sem þið meintuð.
Smá útskýring úr orðabókinni. Seyði = soð. Seiði = nýklakinn fiskur, lítil fiskur.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Góð ábending, ég hef tekið eftir því að ég sjálfur stafsetninga tröllið hef notað þetta óþverra seyðaorð, sennilega er þeð vegna þess hve margir nota það og sökum sjónminnisins telur maður það vera rétt.

Seiði skal það vera.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég held ég fletti upp í mínum póstum og athugi hvort ég hafi klikkað á þessu, trúi því varla upp á mig.
Takk.
Post Reply