Discus. Passar hann í búrið mitt.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
je
Posts: 43
Joined: 31 Dec 2007, 13:51
Location: Hafnarfjörður

Discus. Passar hann í búrið mitt.

Post by je »

Ég veit ekkert um diskus en er forvitinn hvernig fiskur það er. Ég velti fyrir mér hvernig hann passar í búrið mitt og almennt um hann ef einhver nennir að fræða mig smál.

Búrið sem ég er með er 200L. Í botninum er fínn sandur og gras vex upp með jaðri búrsins. Í miðjunni er rót sem stendur upp á endann. Lýsing er mjúkt hvítt ljós sem er dempað og þægilegt yfir daginn og á kvöldin slökknar það og er sjálfvirk tunglsljósbirta til morguns en þá kveikna ljós aftur. Þónokkur straumur er í búrinu því dælan hreynsar 1000L/klst. Íbúarnir eru 10 talsins. Þeir heita:
4x Bala hákarlar
Gold Nugged Pleco ryksuga
Gibbi ryksuga
Ankista ryksuga
Queen Aribic ryksuga
2x Neon Tetra

Þeir eru allir góðir vinir og mjög afslappað umhverfi. Mig vantar að vita hvort passi að setja tvo discusa í búrið og að fá að vita eitthvað um þá.

Jói E.
Jói E.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Diskusar geta verið ógurlegar prinsessur og teljast frekar erfiðir fiskar.
Tveir diskusar er sennilega ekki sérstaklega gott, ég held að lágmark 3-4 séu æskilegir saman og þá er búrið sennilega í minni kantinum.
Þeir ættu að passa ágætlega með þesum búrfélögum, balarnir gætu þó stressað upp diskusana.
Keli er búinn að liggja yfir diskusa fræðum og bætir sennilega einhverju við þetta og lumar vonandi á einhverjum góðum hlekkjum.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta búr er ágætt fyrir um 5 discusa, en þá þyrftirðu að henda öllu hinu úr búrinu.

Ryksugurnar eru líklegar til að leggjast á diskusana og gera sogbletti á þá
Balarnir stressa og bögga discusana
Tetrurnar eru fínar - neon tetrur eru einmitt náttúruleg fæða fyrir fullvaxna discusa :)

Eins og vargur segir þá eru þetta óttalegar prinsessur, maður þarf að vera tilbúinn að halda vatnsgæðum betri en með flesta aðra fiska, og jafnvel þá getur verið einhver aumingjaskapur í fiskunum útaf einhverju öðru óskiljanlegu.

Discusar eru bestir amk 4-5 saman, því ef maður tekur færri er hætt við að amk einn verði útundan og fái lítið að éta, sé böggaður o.fl.

Ef það er eitthvað sérstakt sem þú ert að pæla, þá endilega skjóttu :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
je
Posts: 43
Joined: 31 Dec 2007, 13:51
Location: Hafnarfjörður

Post by je »

mér finnst þeir bara fallegir og var svona að velta þessu fyrir mér. Ég held það verði of mikill vandræðagangur að hafa þá.
Jói E.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta var kannski full neikvætt svar hjá mér, discusar geta alveg staðið á sínu oft og ef maður hefur vatnsgæðin í lagi þá eru þeir sjaldnast til vandræða.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply