Þegar maður les um aðferðir við að setja upp gróðurbúr eru mjög margir sem mæla með sérstöku undirlagi undir mölina í búrinu fyrir gróðurinn sbr. nýlega umræðu um gróðurmold.
Hér er bent á að vel megi nota kattasand sem er einhverskonar leir.
Sá kattasand í Bónus áðan merktan Euroshopper. 5kg á 159kr. Innihald: leir sem nefnist Sepoilite.
merkilegt, miðað við niðurstöðurnar hjá þessum gaur sem hefur ekki mikið að gera í vinnunni er kattasandur alveg einstaklega góður til að hafa í gróðurbúrum. Alls ekki vitlaust sérstaklega fyrir íslenskt vatn að hafa ágætis lag af kattasandi neðst í búrinu.
Ég á allavegana eftir að skella mér á einn til tvo poka næst þegar búrið verður tekið alveg í gegn.
Þetta er spennandi í ljósi þess að ég ætla að gera vel við gróður í mínu nýjasta búri.
Fullt af kattasandi er með alskyns ilmefnum og and-pissulyktarefnum. Varla er það gott fyrir flóru vatnsins.
Fer kattasandurinn ekkert illa í fiskana?
mig langar að setja upp lítið búr (54L) og hafa mikinn gróður sem bakgrunn og var búin að heyra að kattasandur væri mjög sniðugur undir mölina fyrir gróðurinn.
En er hægt að hafa fiska í búrinu með kattasandinum?
Hafrún Ósk wrote:Fer kattasandurinn ekkert illa í fiskana?
mig langar að setja upp lítið búr (54L) og hafa mikinn gróður sem bakgrunn og var búin að heyra að kattasandur væri mjög sniðugur undir mölina fyrir gróðurinn.
En er hægt að hafa fiska í búrinu með kattasandinum?
Hef heyrt og lesið að þetta sé í lagi, man bara ekki hvaða tegund en maður verður að þrífa sandinn mjög vel