Page 1 of 1

búrið komið upp

Posted: 15 Jan 2008, 16:44
by Steini
jæja núna er búrið loksins komið upp og íbúar fluttir inn! það er 1 st polypterus senegalus og einn gibbi, er að plana að fá mér meira í búrið um næstu helgi en svona lítur það út núna
Image
kanskiþarf ekkert meira...? :shock:
endilega commenta! :-)

Posted: 15 Jan 2008, 17:42
by Ásta
Lítur vel út en best að ég segi það fyrir Varginn:
Af hverju fyllir þú ekki búrið af vatni?

Posted: 15 Jan 2008, 17:51
by Brynja
Mjög fallegt búr.. flott tréð sem er þarna ofaní.

Það verður gaman að sjá hvað bætist í það af fiskum og vatni :)

Hvað er búrið margir lítrar?

Posted: 15 Jan 2008, 19:03
by Steini
heh las einhverstaðar að polypterus þyrfti mikið loftpláss
er það bara þvæla eða? :shock:

og já búrið er 130 l :wink:

Posted: 15 Jan 2008, 19:11
by Steini
Image
ágæt mynd af senegalus, aðeins að byrja að verða gæfari í nýja búrinu :)

Posted: 15 Jan 2008, 19:30
by Vargur
Góð Ásta. :)
Ég held að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af loftleysi hjá senegalus meðan lokið er ekki í kafi. :)
Annars snyrtilegt búr, ég er alltaf hrifinn af búrum sem eru sett upp á einfaldan hátt. Fiskarnir njóta sín oft vel í svoleiðis búrum.

Posted: 15 Jan 2008, 19:53
by Jakob
já þetta er glæsilegt búr og flottur senegalusinn :mrgreen:

Posted: 15 Jan 2008, 20:04
by Steini
takk :-) reyni að setja inn nýjar myndir reglulega :mynd:

Posted: 15 Jan 2008, 21:53
by Steini
jæja áhveðið hefur verið að taka eina umferð í innkaupum um næstu helgi og ég var að pæla hvaða tegundir meiga vera með þessum sem ég er með núna :? langar mikið í snakehead(þessa litlu) en er með opinn huga fyrir flestum tegundum

Posted: 15 Jan 2008, 21:54
by Mozart,Felix og Rocky
vááá flott búr hjá þér :shock: :D

Posted: 15 Jan 2008, 23:17
by Andri Pogo
Steini wrote:jæja áhveðið hefur verið að taka eina umferð í innkaupum um næstu helgi og ég var að pæla hvaða tegundir meiga vera með þessum sem ég er með núna :? langar mikið í snakehead(þessa litlu) en er með opinn huga fyrir flestum tegundum
ég á einn flottan snakehead handa þér sem gengur með þessum gæjum.

Posted: 17 Jan 2008, 20:46
by Steini
jæja, polypterusinn, því miður , uppgvötvaði að það væri bara fínt að hanga inní tréinu allann daginn og koma bara út um matartíma :? hann er Svakalega fælinn eitthvað og flýr um leið og ég kem of nálægt :shock: verða þeir ekki örugglega gæfari með tímanum?

Posted: 17 Jan 2008, 21:39
by Andri Pogo
jú þær eru þeir aktívustu í fjölskyldunni og eru líka á ferli á daginn (þegar ljósin eru kveikt) margar polypterus tegundir hreyfa sig nánast ekkert í birtu.
Hann á líklega eftir að verða hressari þegar hann er orðinn vanur heimilinu :P

Posted: 18 Jan 2008, 21:48
by Steini
jæja hætt hefur verið við rkv. ferðina vegna þess að við urðum fyrir "óhappi"
en ég hef tekið eftir svona undarlegu brúnu...einhverju í búrinu mínu!
er þetta einhver sveppur eða?
Image
að verða skuggalega mikið.. :o sést vel á tréinu!
Image
endilega segjið mér hvað þetta er og hvernig ég losna við það!

Posted: 18 Jan 2008, 21:51
by Andri Pogo
þörungur, skrúbbaðu eða skafaðu þetta bara af.

kemur útaf of miklu fóðri og/eða ljósi

Posted: 18 Jan 2008, 21:52
by Vargur
Þetta kemur oft á rætur sem eru ekki nógu "gamlar", það er einhversstaðar eitthvað líf í henni.
Best er að taka þetta upp úr og láta liggja í saltbaði í fötu í nokkra daga.

edit- ég hélt þú værir að meina þetta hvíta á draslinu í búrinu en ef þú ert bara að tala um þörunginn þá hefur Andri það.

Posted: 18 Jan 2008, 22:02
by Steini
þetta hvíta eru nú bara loftbólur sko...hehe :lol:

Posted: 18 Jan 2008, 22:03
by Steini
takk fyrir svarið Andri! geri það í fyrramálið! :)

Posted: 18 Jan 2008, 22:31
by Steini
hmm hvernig kem ég sammt í veg fyrir að þessi þörungur komi aftur? :?

Posted: 18 Jan 2008, 22:35
by Andri Pogo
fer eftir því af hverju hann kemur :)
ertu að gefa mikið? skín sól á búrið? hvað er kveikt ljósið lengi? hvað geriru vatnsskipti oft?

það kemur alltaf einhver svona þörungur hjá mér á endanum en þessi brúni á glerinu hefur farið minnkandi eftir að ég fór að fóðra aðeins minna og er duglegari að gera vatnsskipti.
Ég skrúbba þann sem kemur svona neðst á glerið af einu sinni í mánuði ca.

Posted: 19 Jan 2008, 11:04
by Steini
hmm sko ég geri sona 40 % vatnaskipti í hverri viku og þeitéta vanalega allt sem ég gef þeim... svo er sona vanalega kveikt 10-14 tíma kanski það sé málið.. :? vissi bara ekki af þessum þörungi
:o

Posted: 19 Jan 2008, 19:50
by Vargur
Þörungurinn kemur líka meira í nýuppsettum búrum. Þetta gæti líka verið lýsingarvandamál, er þetta notað búr með gömlum perum ?

Posted: 20 Jan 2008, 17:44
by Steini
já, ég keypti það notað en er ekki einu sinni árs gamalt...... var með platy og zebra í tæplega mánuð á undan þessu fiskum :roll:

Posted: 22 Jan 2008, 22:22
by Steini
jæja, vel komið að update!
Image
orðinn verulega gæfur! fékk hann meira að segja til að borða úr hendinni á mér :o :-)
Image
búinn að stækka og fitna soldið
Image
betra að liggja ofan á steinunum enn inn í þeim!! :-)


á sko myndband af honum að éta úr hendinni en veit ekki hvernig ég set það inn :?

Yay!

Posted: 09 Feb 2008, 23:41
by Steini
mældi fiskana um daginn og er Polypterusinn kominn í 14 cm og gibbin í 6,5 cm (s.s. er gibbinn búinn að tvöfalda lengd sína rúmlega!) :D

Posted: 10 Feb 2008, 01:19
by Jakob
Vá mér finnst búrið virka minna en 130 l.
Ég sjálfur er með 128 l sem mér finnst lúkka stærra eða eru þetta bara myndirnar.


Ég vil fá fleiri myndir af gaurnum. Minn er í sömu stærð og þinn svo að það er smá keppni hvor stækkar hraðar :) :D :wink: Minn er spikfeitur :D

Posted: 10 Feb 2008, 10:50
by Steini
hehe , já minn er líka orðinn þónokkuð feitur , sendi myndir inn fljótlega

hehe

Posted: 18 Apr 2008, 13:53
by Steini
jæja, þetta update er held ég tímabært þar sem að ég er í vandræðum....
vatnið í búrinu er orðið svona ljósgrænt.... ég fór í burtu til rkv í viku og það var svona þegar að ég kom aftur.
mynd:
Image
svo er ég búinn að fá mér ID shark og gengur mjög vel með hann, senegalus byrjaði hins vegar á því að bíta efst af sporðinum af honum og smá af bakugganum en þeir búnir að láta hvorn annann í friði

Stærðir og myndir
Polypterus Senegalus - "20 cm"
Image
Gibbinn - "11 cm"
(á enga góða nýlega mynd :( )
ID shark - "8 cm"
Image

Posted: 18 Apr 2008, 15:01
by Jakob
Andskoti er senegalus orðinn stór hjá þér :-)
Minn er í 22cm núna 8)
Skiptu um 60% vatn þá ætti græni liturinn að fara, þetta er þörungur :(

Posted: 18 Apr 2008, 17:39
by Vargur
Myrkvaðu búrið í nokkra daga og gefðu lítið sem ekkert, skiptu svo um vatn þegar þetta er farið.
Þessi umræða hefur komið nokkrum sinnum upp hér á spjallinu og ætti að finnast auðveldlega.