Page 1 of 1

African Tiger Fish/ Hydrocynus Vittatus.

Posted: 16 Jan 2008, 20:05
by Gremlin
Hefur engum dottið í hug hérna heima að skella einum svona Serial killer í Monster búrið hjá sér.
------------------------------------
Image

Posted: 16 Jan 2008, 20:10
by Vargur
Ég veit ekki hvort einhver á eða hefur átt svona. Vandamálið við þennan er að það er erfitt að finna hentuga búrfélaga nema þá fiska af sömu tegund.

Posted: 16 Jan 2008, 20:18
by Gremlin
Hann er allaveganna Yndislega skuggalega ljótur. :twisted: Væri gaman að eiga einn svona djöful.

Posted: 16 Jan 2008, 22:36
by animal
Svívirðilegt kvikindi, 1 sá allra rosalegasti sem ég hef lesið um. En aldrei séð hann á lista eða hjá dílerum úti á þessum 20 árum sem ég hef haft puttana í fiskainnflutningi

Posted: 16 Jan 2008, 22:48
by Andri Pogo
animal wrote:Svívirðilegt kvikindi, 1 sá allra rosalegasti sem ég hef lesið um. En aldrei séð hann á lista eða hjá dílerum úti á þessum 20 árum sem ég hef haft puttana í fiskainnflutningi
bara forvitni í mér, en hvað heitiru og ertu að vinna í e-i búð?

annars er þetta ansi vígalegur fiskur :P

hérna er einn sem ég fann á youtube, horfið bara framhjá nafninu, þetta er augljóslega ekki piranha :)

http://www.youtube.com/watch?v=zc2NJDqkqPw

Posted: 17 Jan 2008, 15:08
by Gremlin
Nei Andri ég vinn ekki í búð og ég er nú bara þessi venjulegi Verkamaður hjá Reykjavíkurborg. En já ég heiti Kristinn og hef gaman af fiskum og rekst oft á svona skemmtilegar skaðræðis skepnur þegar ég er vafra á hinum og þessum fiskasíðum. :twisted:
-------------------------
Ég skelli hérna inn síðunni sem ég fann þennann Ljúfling.
http://www.aquariumfish.net/information ... ment.htm#5

Posted: 17 Jan 2008, 15:39
by Andri Pogo
já ok takk fyrir það :) ég var hinsvegar með tilvísun í 'animal' fyrir ofan spurninguna og var spurningunni beint til hans, afsakaður misskilninginn :-)

Posted: 17 Jan 2008, 18:12
by animal
Haha já þá veistu það :shock: :shock: Annars heiti ég jóhann, og er búinn að vera með fiska í 30 ár vinna svona meira og minna tengt því í um 20 ár, er nokkurskonar húskarl eða húsgagn uppí Fiskó frá opnun þar ´94 og þar á undan í Gullfiskabúðinni frá ´84

Posted: 17 Jan 2008, 18:20
by naggur
var ekki gullfiskabúðinn niður á laugarveg í dennnnnnnn?

Posted: 17 Jan 2008, 18:32
by animal
Jú til skamms tíma, en lengst í Fischersundi

Posted: 17 Jan 2008, 18:33
by naggur
í þann tíma voru þetta "aðal" búðirnar hjá mér til að skoða

Posted: 27 Mar 2008, 22:15
by mixer
ég fór í dýragarðinn í dag og viti menn þar var eitt svona kvikyndi... Vargur eitthvað fyrir þig :P

...

Posted: 09 Apr 2008, 23:14
by siggi86
Hann kostar líka einhvern 50.000kall en hann verður líka alveg góður meter á stærð.. :D

...

Posted: 09 Apr 2008, 23:20
by eyrunl
haha ojj tjékkið á þessu:

http://www.youtube.com/watch?v=TVgxyUUlbL8&NR=1

geggjað krípí

Posted: 09 Apr 2008, 23:24
by Jakob
já mjög freaky þetta þótt að þetta eigi ekki heima í þessum þræði :)

...

Posted: 09 Apr 2008, 23:29
by eyrunl
jújú einhver setti inn myndband með pirhana eitthvað þá sá ég þetta í leiðinni afsakið!