
Ætlaði að kaupa einhverja gotfiska en það var ekkert sem heillaði mig við þá sem eftir voru. Ég er s.s. með sverðdraga og seiði frá þeim, ancistrur og SEA í 85L búri. Síðan barbarnir komu eru minnstu seiðin horfin og þessi næst minnstu í felum. Barbarnir æða um búrið og mér finnst allt í einu vera svo mikið stress í gangi.
Ég er búin að vera leita á netinu en finn lítið. Ef einhver getur bent mér á eitthvað lesefni um þessa fiska þá er það vel þegið og einhver getur sagt mér eitthvað um þá þá er það enn betra.
Það sem ég er að velta fyrir mér er t.d.
eru þeir gráðugir í seiðin (sem fóður

eru þeir nartarar ?
hverni fjölga þeir sér ? aðstæður og þess háttar
Við fjölgun er þá sama þótt það sé önnur barbategund t.d. tigrisbarbi eða verður að bara panda barbar ?