Barbar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Barbar

Post by Tappi »

Ég keypti 4 Panda barba í látunum sl. laugardag og ég hef ekki hugmynd um hvað ég er með í höndunum :oops:

Ætlaði að kaupa einhverja gotfiska en það var ekkert sem heillaði mig við þá sem eftir voru. Ég er s.s. með sverðdraga og seiði frá þeim, ancistrur og SEA í 85L búri. Síðan barbarnir komu eru minnstu seiðin horfin og þessi næst minnstu í felum. Barbarnir æða um búrið og mér finnst allt í einu vera svo mikið stress í gangi.


Ég er búin að vera leita á netinu en finn lítið. Ef einhver getur bent mér á eitthvað lesefni um þessa fiska þá er það vel þegið og einhver getur sagt mér eitthvað um þá þá er það enn betra.

Það sem ég er að velta fyrir mér er t.d.
eru þeir gráðugir í seiðin (sem fóður :twisted: ) ?
eru þeir nartarar ?
hverni fjölga þeir sér ? aðstæður og þess háttar
Við fjölgun er þá sama þótt það sé önnur barbategund t.d. tigrisbarbi eða verður að bara panda barbar ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fallegir fiskar, sérstaklega þegar þeir stækka.
Þeir eru örugglega alveg til í að gæða sér á seiðum og nógu snöggir til að elta þau uppi.
Panda barbar eru ekki þekktir fyrir að vera nartarar og ræktun er eins og hjá öðrum börbum.

Hér er smá lesning,
http://www.aquarticles.com/articles/bre ... iatus.html
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Tappi »

Takk fyrir þetta Vargur. Ég fann latneska heitið þarna og í kjölfarið aðeins meiri upplýsingar.

Eitt hef ég þó ekki séð það varðandi fjölgun innan teg. þ.e. verður það að vera bara panda barbar eða er eitthvað blandað þ.e. getur panda barbi t.d.fjögað sér með tígris barba.

Og þegar barbarnir mynda hóp eru þá allir saman í hóp eða heldur hver teg. fyrir sig.
Post Reply