Microgeophagus ramirezi par?

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Premium
Posts: 123
Joined: 14 Jan 2008, 16:54
Location: Hveragerði

Microgeophagus ramirezi par?

Post by Premium »

Sæl öll.

Ég er nýr hér á spjallinu. Ég hef ekki haldið fiskabúr í ca. fjögur ár en ákvað fyrir nokkrum dögum að ráða bót á máli. Við kærastan keyptum okkur 125l búr og nú þegar því hefuri verið komið vel af stað fórum við í dag að kaupa fyrstu fiskana í það. Fiðrildasíklíður urðu fyrir valinu þar sem mig langaði alltaf að fá mér dvergsíklíður en lét aldrei verða af því.

Ég fór í ónefnda fiskabúð í dag og fiðrildasíklíður urðu fyrir valinu þar sem mig langaði alltaf að fá mér dvergsíklíður en lét aldrei verða af því. Við báðum um par af þeim. Í dag hef ég verið að fylgjast með þeim og ég er hreinlega ekki viss um að við höfum fengið hæng og hrygnu. Ég hallast frekar að því að við höfum verið afgreidd af tveimur hængum, en ég er þó ekki viss og því er það hér sem mig vantar aðstoð ykkar reyndari sem stundið þetta ágæta spjall.

Ég er 95% viss um að annar sé hængur. Hann er með þennan reffilega framhluta uggans ofan á (man ekki hvað þeir heita) sem hann ýfir alltaf þegar hann sér hinn fiskinn. Aftari hluti þessa sama ugga endar í spíss. Hinn fiskurinn, sá sem ég er ekki viss með kynið á, er með samskonar ofan-á-ugga nema hvað hann endar ekki í spíss, heldur meira boga (ath, fremri hlutinn er alveg eins og á hinum). Roðinn á maganum á honum/henni er aðeins rauðari.
Atferli fiskanna þegar þeir rekast hvor á annan finnst mér einnig einkennilegt. Báðir ýfa "kambinn" (fremri hluta ofan-á-uggans) og synda andspænis hvor öðrum eins og þeir séu að ögra hvorum öðrum. Það er ávalt sá sem ég er ekki viss um kynið á sem lúffar. Sá fiskur heldur sig líka yfirleitt á sama svæðinu meðan hinn virðist vera búinn að eigna sér u.þ.b. 75% af búrinu.

Eru þetta eðlilegar atferlislýsingar á samskiptum ramirezi para eða hef ég lent í að fá tvo hænga sem eru að berjast um yfirráðasvæði? Eða hvað..?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er oft erfitt að þekkja kynin á ungum fiðrildasikliðum í verslunum.
Oft er gott að kaupa nokkur stykki af fiskum sem maður vill að parist, þá er maður nokkuð öruggur um að fá bæði kyn og oftast para fiskarnir sig fyrr.

Miðað við lýsinguna er ekki ólíklegt að þetta séu tver karlar.
Hér er smá pistill sem gæti hjálpað þér að kyngreina fiskana,
http://www.aquaticquotient.com/forum/sh ... hp?t=33152
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

kerlingin er með rautt á maganum þannig að þú gætir verið með par
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Premium
Posts: 123
Joined: 14 Jan 2008, 16:54
Location: Hveragerði

Post by Premium »

Ég fór með ókyngreinda fiskinn í versluninna í dag og skeggræddi við sölumanninn og hann skoðaði fiskinn í bak og fyrir og var nokkuð viss um að þetta væri hrygna. Ég tók hana því til baka og setti aftur í búrið. Ég er ekki frá því að bíltúrinn hafi gert sjálfstrausti hennar gott því hún er farinn að svara hængnum af fullri hörku þegar hann er að sperra sig. Ég ætla að bíða og sjá hvort þetta sé ekki bara taugatitringur í þeim vegna nýrra heimkyna. Einnig tók ég alla steina nema einn úr búrinu svo að nú er talsvert meira opið svæði í því. Sjáum hvað setur, þakka svörin.
Premium
Posts: 123
Joined: 14 Jan 2008, 16:54
Location: Hveragerði

Post by Premium »

Mér er hætt að lítast á blikuna. Hrygnan er orðin mjög aðgangshörð gagnvart hængnum, svo mjög að hann er farinn að láta á sjá, þ.e.a.s. sporðurinn og uggar eru farnir að rifna lítillega. Slagsmálin eru orðin frekar brútal. Einnig verður hrygnan mjög gulleit þegar á áflogunum stendur. Valdataflið hefur snúist við, nú er það hrygnan sem ræður búrinu og hængurinn heldur sig bara í einu horni.
Premium
Posts: 123
Joined: 14 Jan 2008, 16:54
Location: Hveragerði

Post by Premium »

Ég kíkti í Dýragarðinn og sá þar þessar líka gullfallegu A. agassizii dvergsíklíður. Ég spurði hvort þeir væru til í að taka Ramirezi parið mitt í skiptum og það var samþykkt. Í gær fóru skiptin svo fram. Þegar ég kom til þeirra tók það gaurinn sem tók á móti þeim ca. 10 sek. að kyngreina parið sem tvær hrygnur. Ramirezi eru s.s. farnar og Agassizii komnar.

Aftur þakka ég þeim sem svöruðu þessum þræði, málið er farsællega leyst.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ef það tekur 10 sek að kyngreina ram þá hefur viðkomandi ekki verið viss ?
algengt er að karlinn ráði í búri þar til parið hefur hrygnt
en þá verður hrygnan oft klikkuð og tætir karlinn ef hann kemur of nálagt hrognunum
voru nokkuð komin hrogn ? vel falin á bak við stein eða eitthvað annað ?
bara svona til að þú sofir ekki of vel hehe hehe
nei annars er það ömurlegt að starfsmenn þekki ekki fiska og kyn þeirra þegar þeir eru að selja fiskana
en samt er verra þegar þeir þykjast vita hvað þeir eru að tala um og sannfæra kúnnann um einhverja vitleysu
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply