Þokukennt vatn
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Þokukennt vatn
hæhæ, er með 54 lítra fiskabúr, það er þokukennt, hvað þarf ég að gera til að búrið verði tært.
Er búin að skipta um vatn oft en það lagast ekkert. Hvað er hægt að gera ?
Kv.Fanney
Er búin að skipta um vatn oft en það lagast ekkert. Hvað er hægt að gera ?
Kv.Fanney
Sæl
Ef þú kannt ensku þá geturu lesið þetta :
http://en.allexperts.com/q/Freshwater-A ... -water.htm
Ef þú kannt ensku þá geturu lesið þetta :

http://en.allexperts.com/q/Freshwater-A ... -water.htm
Eymar Eyjólfsson
þokukennt vatn
Er búin að eiga búrið í 2 mánuði, hef verið að skipta um vatn og hreinsa síuna í búrinu en ekkert breytist. Hvað er hægt að gera ?
Kv.Fanney
Kv.Fanney
þokukennt vatn
Hvað meinaru ? (ekki alveg að skilja (A))
Kv.Fanney
Kv.Fanney
þokukennt vatn
nei, og takk fyrir upplýsingarnar.
En er eitthvað sem hægt að er að gera
kv.Fanney
En er eitthvað sem hægt að er að gera

kv.Fanney
Ég held að mjólkurlitað vatn bendi til rotnunar. Mjólkurliturinn eru þörungar og/eða bakteríur sem lifa á afurðum rotnunar. Er eitthvað sem getur verið að rotna? Matarleifar? Skemmdar plöntur? Dauðir fiskar undir stein?
Getur líka komið til vegna lélegra plasthluta (t.d. gerfiblóm) sem leka mýkingarefnum út í vatnið.
Getur líka komið til vegna lélegra plasthluta (t.d. gerfiblóm) sem leka mýkingarefnum út í vatnið.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Re: þokukennt vatn
Hvernig í ósköpunum heldur þú að það sé hægt að hjálpa þér ef þú kemur ekki með neina upplýsingar.fannsa wrote:upp
kv.Fanney

þokukennt vatn
það er nú ekki hægt, en ég er eiginlega ekkert með neinar lýsingar. Hvernig á ég að lýsa því ?
Kv.Fanney
Kv.Fanney
þokukennt vatn
okey, ég ætla bar aað fara að taka mynd af því, en ég kann ekki alveg að setja myndir inná :/
Kv.Fanney
Kv.Fanney
þokukennt vatn
okey, ég er með 4 styttur, 3 stórar og 1 litla, ég er með grófa steina, ég skipti soldið oft um vatn en ekkert lagast, og ég hef þrifið dæluna mjög oft og búin að skipta um svamp í henni en vatnið lagast bara ekki.
Kv.Fanney
Kv.Fanney
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
eftir að ég "hætti" að þrífa búrið hef ég sloppið hingað til s.s. of latur til að vera hiber clean
sem minnir mig á það, ætli sé ekki kominn tími á að standsetja búrið aftur

german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð
sem er núna DAUÐ
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð

Ekki þrífa dælurnar og svampana. Í þeim þrífast góðar gagnlegar bakteríur sem brjóta niður úrgang. Þú mátt í mesta lagi skola svampinn úr dælunni öðru hverju og þá bara upp úr vatni úr fiskabúrinu. Þetta geturðu t.d. gert þegar þú skiptir um vatn. Þá tekurðu svamp úr dælunni og kreystir nokkru sinnum ofan í vatninu sem þú ert að taka úr. Ekki gera þetta í hvert sinn sem þú skiptir um vatn, bara öðru hverju, t.d. ef streymið í dælunni er farið að minnka.
Fóðraðu ekki of mikið. Þú skalt reyna að gefa fiskunum 2svar eða 3svar á dag en þó aldrei meira en svo að þeir klári það á 2 mínútum. Hafðu líka einn dag í viku matarlausan. Þá eru fiskarnir duglegir að borða afganga sem liggja hér og þar.
Þegar þú skiptir um vatn skaltu ryksuga botninn meðþar til gerðri slöngu. Ef þú átt ekki svona slöngu skaltu fara í góða gæludýraverslun þar sem þú treystir starfsfólkinu og biðja um svona slöngu til að ryksuga botninn.
Skiptu um vatn í hverri viku, svona 25% í einu. Það er jafn mikil vinna að skipta um lítið og mikið vatn.
Hvað segirðu um að fóðra ekki fiskana núna í 2 daga og skipta um helming vatnsins á morgun og svo aftur hinn daginn og sjá hvernig ástandið er þá. Þegar þú skiptir um vatn á morgun skaltu ryksuga botninn á búrinu.
Gangi þér vel og leyfðu okkur að fylgjast með.
Fóðraðu ekki of mikið. Þú skalt reyna að gefa fiskunum 2svar eða 3svar á dag en þó aldrei meira en svo að þeir klári það á 2 mínútum. Hafðu líka einn dag í viku matarlausan. Þá eru fiskarnir duglegir að borða afganga sem liggja hér og þar.
Þegar þú skiptir um vatn skaltu ryksuga botninn meðþar til gerðri slöngu. Ef þú átt ekki svona slöngu skaltu fara í góða gæludýraverslun þar sem þú treystir starfsfólkinu og biðja um svona slöngu til að ryksuga botninn.
Skiptu um vatn í hverri viku, svona 25% í einu. Það er jafn mikil vinna að skipta um lítið og mikið vatn.
Hvað segirðu um að fóðra ekki fiskana núna í 2 daga og skipta um helming vatnsins á morgun og svo aftur hinn daginn og sjá hvernig ástandið er þá. Þegar þú skiptir um vatn á morgun skaltu ryksuga botninn á búrinu.
Gangi þér vel og leyfðu okkur að fylgjast með.
Eitt vil ég segja við Fannsa ofl. sem eru að leita sér Aðstoðar. Hér er fólk með áralanga reynslu af því að halda fiska og hefur þekkingu á ýmsu sem hrjáir fiskabúrafiska. Ég tek það fram að ég er ekki í þeim flokki. Þið þurfið að vera þolinmóð og koma fram með eins ýtarlegar upplýsingar og þið getið. Þó að ég sé nýgræðingur í þessu, þá þykist ég vita, að bestu svörin koma þegar mestar upplýsingar eru gefnar 
