Ég hef alltaf gefið fiskunum mínum fjölbreytt fóður, nokkrar týpur af fóðri frá fleiri en einum framleiðanda. Með því eru meiri líkur á að fiskarnir fái þau efni sem þeir þarfnast og þá er hugsun mín að fóðurtegundirna bæti hver aðra upp, ef eitthvað vantar í eina týpuna þá er líklegt að sú næsta gæti innihaldið það.
þessa dagana er ég að hugsa um fiska fyrir mág minn, hann er með Malawi sikliður í 240 l búri, fiskarnir koma frá mér og búrið er í fínu lagi, fiskarnir heilbrigðir og allt ástand gott. Það vakti athygli mína að fiskarnir eru frekar litlitlir, ekki eins skýrir og fallegir litir í þeim og hjá ættingjum þeirra sem eru í mínum búrum.
Ég tel að fóðrið sé skýringin, þe of einhæft fóður, fiskunum er gefið ágætt flögu fóður frá virtum framleiðanda og lítið eða ekkert ferskt grænmeti.
Sjálfur gef ég mínum fiskum fjölbreitt fóður, nokkrar týpur frá nokkrum framleiðendum, mikið af fersku grænmeti og spirulina töflur.
Að mínu mati er margt fiskafóður algert drasl, fullt af fylliefnum og unnið úr lélegu hráefni og því ná fiskarnir ekki þeim litum sem þeir eiga að vera í. Þörungur, grænmeti, gróðurleifar osf inniheldur efni sem kalla fram og auka bláa og dökka liti í fiskum meðan margt sjávarfang og smádýr auka rauða og gula liti.

Maingano, fæddur og uppalinn hjá mér.
Ég hef prófað margt fóður og gef í dag nokkrar tegundir sem ég hef hvað besta tilfinningu fyrir.

Meginuppistaðan í fóðrinu hjá mér hjá Malawi fiskunum er Sera granugreen og Dijanapet tropi, blandað með fiskeldisfóðri til að drýgja það. Ca. annan hvern dag fá þeir Dijanapet spirulina töflur og öðru hvoru Tetra shrimp sticks, 3-4 sinnum í viku ferskt grænmeti eins og gúrku, broccoli. kál, kartöflur og annað sem til fellur og 1-2 sinnum í viku örlítið af rækju, einnig gef ég öðru hvoru ýmsar aðrar fóðurtegundir.
Ég býst reyndar við að ég muni bæta einhverjum týpum af Tetra fóðri í þetta því ég hef góða tilfinningu fyrir því fóðri.

Amerísku sikliðurnar fá sama fóður en meira af rækju og einnig próteinríkarfóður eins og Sera Granured og fiskeldisfóður ásamt convict seyðum osf sem auka snakki.
Hvaða fóður gefið þið ykkar fiskum helst ?