Glæný í hópinn

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Glæný í hópinn

Post by Rós »

Góða kvöldið :)

Ég er hérna voða ný á spjallið og einnig í fiskaáhuga... enda er ég alveg með í maganum við að skrifa hérna...þið vitið svooo margt og ég bara "döööööö" :oops:

En ég vil endilega kynna mig og gá hvort þið getið ekki hjálpað mér þegar mér vantar hjálp.


En já. Ég er hún Rós og ég á hérna rosa flott búr :oops: og auðvitað man ég ekkert stærðina..held það sé feimnin :oops:

En ég á 3 gúbbí, 2 kerlingar og 1 karl sem mér finnst bara flottasti gúbbíkarl sem ég hef séð!!!
Ætlaði að senda inn mynd en auðvitað kláraðist batterýið þannig að það tókst ekki..en seinna barasta.
Og þau eru nú komin með 20 seyði til samans, önnur kom með 16 stykki og hin 4(hin örruglega étin)
var með þær í svona gotbúri en önnur þeirra panikkaði og hoppaði upp úr og átti ungana sína í stóra búrinu.
En svona gerist. Ég er ekkert að rækta en hef samt áhyggjur af seiðunum. Og vil því passa þá.

En ég er með fullt af gróður og flottum sandi sem seiðin geta svo sem falið sig í. og líka rót.

En svo er ég með um 10 stykki svarta neon og 11 bláa neon og svo er ég með um 8 stykki af.. jæja þá sjáið þig hvað ég er ofboðslega ný í þessu, en ég veit ekki hvað þessi tegund heitir. En þeir eru svona appelsínubleikir með svartann þríhyrninng alveg helminginn af búknum og niður að sporð, en ekki sporðurinn sjálfur.

Ég held ég sé með of lítið búr fyrir þessa fiska, eða sem sagt rétt sleppur.
En við ætlum að fá okkur hornfiskabúr í sumar og mér hlakkar svo til að mér kitlar allstaðar :P Ekki alveg ákveðið stærðina en bara það sem við munum hafa efni á og tímum hehe.

En seiðin mín lifa nú í litlu búri og mér langar...þetta er bara hugmynd ekkert ákveðið, en þegar við fáum hornbúrið, að þá fara seiðin yfir í þetta búr sem fiskarnir eru í , svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af hita og ljós og ég vorkenni þessum seiðum svo, ég set nýtt og nýtt vatn til þeirra svo þeir fá eitthvað af hita frá gamla búrinu (líka svo það séu sama bakteríur og allt því um líkt í báðum búrum) en seiðin eru bara í stofu hita því ég veit ekki til að það sé til svona lítill hitari, en þeir geta nú lifað þar til í sumar þarna...vona ég. komu nú um áramótinn og dafna vel, fljótari að stækka en mér var sagt.


En nú nokkrar kjánaspurningar...sem mér finnst bara hljóma vel. so spare with me.

En hinir fiskarnir..neon og þessi sem ég þekki ekki nafnið á.
Eignast þeir eitthvað seiði svona? er það ekki sjaldgæft nema hjá ræktendum? og ef þeir eignast seiði...hvernig líta þeir út.. eins og gúbbí seiðin eða eitthvern vegin öðruvísi.
Ég talað við vínkonu mína í gegnum síma í gær um eitthverjar kúlur í búrinu mínu. Hún sagði mér að taka það upp EF það skildu vera egg og ég lýsti því fyrir henni, sem sagt hvítar mattar kúlur...en hún fann alltaf á netinu eitthvað með svörtum doppum..ég sá það ekkert. En jæja ég reyndi að ná því en þetta var bara fast á glerinu á yfirborðinu, hreyfðist svo sem fram og til baka , upp og niður en ekki frá búrinu og ég bara náði því ekki, endaði með að gúbbí liðin urðu forvitin og þá fór ég í slag við þá :lol: og svo var ég eitthvað að laga sjálfa mig til og blúbb...étið...

og svo eitt annað þar til seinna...ég sá hvítann pínupínupííínu lítinn orm, ég reyndi að ná honum en hann var í gúmmíinu við hornið..undir því eitthvern vegin og það náði ekkert að bíta á hann og ég veit ekkert hvar hann er núna, ég tók upp sjúkdómabæklinginn minn og sá þetta ekki neinstaðar...hafiði hugmynd? eitthver sjúkdómur eða bara ormur sem fiskar finnst bara nammi gott??

Heyriði já held ég sé búin...og já ég er ein afþeim stelpum sem virðast aldrei hætta að tala.... :oops: ..ok búin... :oops: takk
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Vertu velkomin á spjallið Rós.

Ég held að drengirnir hér séu vel sjóaðir með stelpur sem aldrei hætta að tala :lol:

Neontetrur hrygna og það á alveg að vera hægt að rækta undan þeim, líklegast þarf þó að hafa ákveðnar aðstæður sem einhver annar mun segja þér frá.
Svona ormar í búrum eru víst ekkert óalgengir og munu fiskarnir éta þetta. Ég hef þó aldrei séð svona orm.

Sé mér ekki fært að svara betur núna þar sem ég verð að fara og sjóða hrísgrjón.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

vvvvvvvvvvaaaaaaaaaaaáááááááááááááá þú kannt sko að tala :shock:
þú ert næstum verri en systir mín (vel meint)

Til þess að finna búrstærðina geriru lengdxBreiddxhæð og deila svo þeirri tölu með 1000 :D

Ég hef ekki hugmynd um hvernig ormur þetta er :(
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

ég er ekkert að rækta sko. Bara veiði seiðin sem ég sé...voðalega áhyggjurfull eitthvað.

Og ég gleymi alveg, ég á tvær ryksugur...veit ekkert tegundina en þeir éta þörunginn og og þrífa plönturnar, ógeðslega ánægð að sjá engann þörung.
Þegar ég var yngri átti ég fiska og fiskabúr og var aaaaaalltaf ógeðslegt af þörung og bleeee :evil: bara ógeð.


Búin að eiga þetta bút btw síðan í enda nóv. 2007.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

hérna eru tetrur og skildir fiskar þar finnur þú nöfnin
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... etra_2.htm
þú ert kannski með keilubletta rasboru
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

neimm þeir voru ekki þarna....en komst að því að ég vil svona hokkí tetru.

Já og gleymdi auðvitað að segja að mér langar í svona "sverð" fisk. man ekki nafnið þar sem sverðfiskar eru auðvitað með sverð á nebbanum.
En þessir eru með "sverð" ef sverð má kallast á sporðinum.
Og reyndar fullt af tegundum sem mér langar í. Langar í saltvatnsfiska en það gerist ekki fyrr en við fáum almennilega íbúð.
Eiginlega því mér finnst þeir svooo dýrir. en geggt flottir.


btw my fav í saltvatnsfiskunum. Cowfish hahaha alveg æðislega fyndnir og flottir fiskar...gera voða lítið en samt flottir :lol:
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

ancistra...fann mynd af ryksugunum mínum, á eina unga, geggt lítil og sæt, og hin er aðeins stærri, en var svipuð lítil í enda nóv. sem sagt báðar frekar ungar held ég barasta. verður að gaman að sjá hvort það séu bæði kk eða kvk eða sitthvort. :-)

En ekki fann ég nein staðar þessa fisktegund sem ég á.
tek myndir þegar ég finn batterý.
En lofa ekki að þær verði svona góðar myndir eins og hjá svona mörgum hérna inni. 8)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þú ert að tala um Sverðdraga :D

En dísis kræst ekki fara í saltið ég hf prófað og það er ömurlega leiðinlegt :?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Síkliðan wrote:Þú ert að tala um Sverðdraga :D

En dísis kræst ekki fara í saltið ég hf prófað og það er ömurlega leiðinlegt :?
Það hafa fleiri prufað saltið, og saltið finnst mér frábært, held þú ættir að hugsa áður en þú skrifar.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Hæ Rós og velkomin - ég er líka ein af nýliðunum hérna :)

Eru það svona fiskar sem þú ert með?:
Image
(mynd tekin af www.tjorvar.is)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já já auðvitað geta fleiri prófað þetta var bara mín skoðun :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Anna wrote:Hæ Rós og velkomin - ég er líka ein af nýliðunum hérna :)

Eru það svona fiskar sem þú ert með?:
Image
(mynd tekin af www.tjorvar.is)

Þarna er fiskurinn minn..eða ehemm fiskarnir mínir hehe
Finnst þeir rosa flottir en þeir eru frekir, greyi bláu neon fiskarnir hafa nú hálfpartinn breyst í botnfiska út af þeim, eða svona fyrst, í gærkveldi fóru þeir loks smá á yfirborðið að fá að borða en þeir bíða annars alltaf eftir að maturinn komi niður eða þegar ég set ryksugumat niður til þeirra...eða til ryksugunnar og þau hin fá sér.
Mér var sagt að kannski væri þetta kvk sem væri að reka neon fiskana niður. þar sem svörtu neon fiskarnir eru nú svipað stærð þá láta þeir þá í friði.
En hvað heita þeir??
Og við höfum ekkert ákveðið hvort við viljum saltfiska og svo yrði dáldið í það. eftir eitthver ár.
og ég hef heyrt sitthvora sögurnar. Sumir vilja ekkert með þá að gera og sumir einfaldlega dýrka þá.
Ég vinn víst í dýrabúð þannig að ég fæ margar sögur. En veit samt sem áður ekkert um fiska, er loðdýrsmegin hehe

Hlakka mestast til að sjá hvernig á litinn gúbbíarnir verða og að fá hornbúrið, stærra en það sem ég er með auðvitað. En búrið sem við erum núna með er um 60 lítra... Höldum við :oops:
Post Reply