Gibbar,matur og þörungur.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Gibbar,matur og þörungur.

Post by Sirius Black »

Ég er hérna með einn gibba sem er búinn að vera í búrinu frá upphafi. Mér finnst að hann hafi verið stærri þá og sé að minnka, nema að hinir fiskarnir stækki svona :P Finnst hann vera að horast niður en er samt ekki viss.
Hef ekkert verið að gefa sérstakt botnfiskafóður og ætti kannski að fara að gera það. En var að spá , er ekki í lagi að prófa að gefa þeim gúrku eða kartöflu (eða er ég að rugla) , og á maður þá ekki að taka hýðið af þeim eða bara láta þetta bara ofan í?

Líka eitt annað, það er komin svolítið af þörungi í búrið og finnst mér gibbinn ekkert vera að vinna á því :? sé hann aldrei á þeim stöðum þar sem að þörungurinn er.
Er kannski ráð að fá sér annan minni og þá brúsknef kannski?

En til að ná kannski þessum þörungi niður er þá í lagi að hafa bara slökkt og kannski gefa fiskunum á tveggja daga fresti? Eða hvernig er best að tækla þetta. Finnst ég alltaf vera að svelta fiskana ef að ég gef þeim ekki tvisvar á dag og kannski of mikið jafnvel :oops: Þeir koma nefnilega alveg strax að yfirborðinu þegar maður liggur við labbar framhjá, þar sem að þeir búast við mat :P
Er það einhver merki um svengd eða eru þeir bara svona gráðugir? :P

Maður veit ekki alveg hvenær maður er að gefa réttan skammt og hvort að maður sé kannski að gefa alveg alltof mikið :P sem ég tel samt líklegra.

En afsakið þar sem að ég held að flest af þessu hafi komið oft áður en nennti ekki að leita að því og svo er ég með svo margar spurningar að ég ákvað að skella þessu bara í eitt :oops:
200L Green terror búr
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Gúrkubiti er fínn. Settu ryðfría skrúfu í hann svo hann sökkvi.

Gefðu þannig að fiskarnir klári það á 1-2 mínútum og lítið fari til spillis.

Gibbinn borðar ekki allar tegundir þörunga. Ekki brúsknefur heldur. Fæstar þörungaætur gera það.

Það er í lagi að gefa fiskum ekkert í 1-2 daga.

Fiskar eru sígráðugir, það er ekki endilega merki um svengd.

Gott ráð til að tækla þörunga er að vera dugleg(ur) í vatnsskiptum.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég gef mínum fiskum 1 sinni á dag og yfirleitt ekki um helgar þar sem ég fer oftast úr bænum.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja búin að hafa ljósið slökkt í marga daga og ekki minnkar þörungurinn , kannski er ég bara að gefa of mikið þó að ég hafi minnkað það alveg svakalega.

En annars var ég að spá, svona af því að hitt virkar ekki, hvort að það virki að taka dótið með þörungnum á (af því að hann sest eiginlega bara á dótið í búrinu) og hafa hann á þurru landi í einhvern tíma, virkar það eða verður hann þá bara fastari á ef eitthvað er?
200L Green terror búr
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

En væntanlega er hann hættur að vaxa? Breiddirðu yfir búrið eða komst dagsbirta/dagsljós að því? Dagsljósið gæti alveg viðhaldið honum.

Þú ættir að skrúbba þörunginn af því bara með því að hafa slökkt þá fer hann ekki endilega. Til að hann fari þarf hann að rotna í burtu ef enginn étur hann. Ef þetta er hárþörungur þá eru einmitt fáir fiskar sem éta hann. Gibbinn gerir það ekki t.d.
Post Reply