Red zebra og Cobalt blue zebra cross breed

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Varlamaður
Posts: 1221
Joined: 06 Nov 2006, 16:02
Contact:

Red zebra og Cobalt blue zebra cross breed

Post by Varlamaður »

Cobalt blue og Red zebra voru að athafna sig í búrinu hja´mér. Ég las einhverstaðar að allar Malaví siklíður gætu cross breetað. Veit einhver hvernig svona fyrirbæri lítur út?
Sanity calms, but madness is more interesting.
John Russel

http://www.simnet.is/unnrey
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það getur verið allur gangur á því. Þetta eru reyndar náskyldir fiskar og hafa allt sameiginlegt nema litinn en oft eru þessir blendingar svona hálfskítugir á litinn.
Stundum taka þeir lit og einkenni annars foreldris og það eru í rauninni hættulegustu blendingarnir vegna þess að þeir bera ekki með sér að vera blendingar.

Ég lenti einu sinni í að fá seiði undan elongatus kk og red Zebra kvk, í rannsóknarskyni ól ég seiðin upp og reyndist tæpur helmingur vera nákvæmlega eins og elongatus karlinn silfraðar þverrendur á brúnum grunni, rúmur helmingur var eins og út úr nös á kerlingunni, fallega gulir og voru báðir hóparnir með búklag sem hæfði litnum óaðfinnanlega.
Seiðin enduðu síðar sem fóður til að tryggja að þau gætu ekki mengað stofna og skemmt fyrir öðrum.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Það er nú 1nu sinni þannig að allar þessar nýju týpur verða svona til, það geta nánast allar teg. í vatninu hringt saman og eignast frjó afkvæmi sem er víst skilgreining á því hvað sé sama teg
Ace Ventura Islandicus
Post Reply