Nýja Gúbbí kerlingin mín, það er eitthvað að:(

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Nýja Gúbbí kerlingin mín, það er eitthvað að:(

Post by Rós »

Ég ætlaði að taka myndir af fiskunum mínum til að monta mér hér inni, en kann ekki á þetta hel$%% flass þannig að ég tók myndband, endilega horfið þar til í endanum :( skil ekki

http://brs.blog.is/blog/rosin/entry/426157/

Hún er enn á lífi og spriklar til að halda sér vakandi, en eitthvað gengur það illa. Ég keypti hana kl. 19:03 í dýraríkinu í kvöld:(
Held hún sé að fara í gegnum ljósið á næstu mínútum.

Veit eitthver hvað skildi hafa komið fyrir??

afsaka ef ég setti þetta í vitlausan link
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Getur verið að það sé hátt nitrat í búrinu hjá þér ? Fiskar sem koma nýjir fá oft sjokk en fiskarnir sem fyrir eru ná að aðlagast nitratinu betur.
Hvað er langt síðan þú skiptir um vatn ?
Búrið gæti líka verið súrefnislítið, mér sýnist yfirborðið svo stillt. Best er að láta dæluna gára það.
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Hef þær sorgar fréttir að segja að hún er farin :cry:

Mér finnst það alveg rosalega leiðinlegt, henni leið rosalega vel, eða hún leit út fyrir það, svo bara gerðist nákvæmlega það sem gerðist á myndbandinu(veit, ekki gott quality) En ég fékk aðra gúbbakerlinu sem er næstum eins, bara ekkert gult, og svo karlinn sem er með þarna svarta sporðinn og appelsínugula..
Bara aldrei lent í þessu áður....
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

ég skipti einu sinni í viku, sem eru á sunnudögum, 20%, hef aldrei klikkað.
Venjulega gutlar alveg í vatninu, bara þegar ég setti vatn ofan í pokann þá fór smá vatn og þar af leiðandi bað ég karlinn að setja meira vatn ofan í búrið frá krananum... en hann hefur aldrei sett vatn ofan í sjálfur áður... kannski verið það??

Er alveg rosalega bömmer yfir þessu, átti að vera svo skemmtilegt myndband....
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Vá ég bara kemst ekki yfir hvað ég er svekkt.
Fannst hún mjög flott, frekar litil miðað við hinar kerlingarnar, en taldi hana bara unga...

kannski var hún einfaldlega bara veik?

En ég fer á morgun að fá mér nýja kerlingu þegar sunnudags skiptingin er búin.

Þvílíkt bömmer
Post Reply