Þokukennt vatnið í búrinu... (eða grænleitt..)

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Þokukennt vatnið í búrinu... (eða grænleitt..)

Post by Fanginn »

Sæl

Það er bara nýskeð hjá mér að vatnið í búrinu er orðið þokukennt. Veit af hinum þræðinum hér fyrir neðan en fann engin svör þar sem upplýsingar vöntuðu.
Því ætla ég að leggja fyrir ykkur þessa fyrirspurn með eins ýtarlegur upplýsingum og ég get og vona að ég fái svör við þessu ;)

Ekki gaman að hafa vatnið svona. En fyrst koma þrjár myndir:



Image

Svo ein sem er tekin beint inní hliðina á búrinu:

Image

Og svo ein tekin beint inn í búrið á plöntuna:

Image

Ég er ekki búinn að setja neitt nýtt í búrið nýlega en ég skipti um vatn fyrir þrem dögum síðan og skafaði þörunginn af framglerinu með glersköfu.
Þetta búr hefur verið í gangi síðan á þorláksmessu, ekki sérlega langt síðan. Spurning hvort ég eigi að skipta um vatn oftan, geri það vikulega og þá 45 lítra í hvert skipti (búrið er 200L).

Hvað segið þið hafið þið einhver ráð við þessu? get því miður ekki mælt nítratið þar sem ég er ekki með svoleiðis græju ne þekkingu en ph-ið er í lagi, eða rétt yfir 7... Og já, ég gef þeim þrisvar á dag og alls ekki of mikið þar sem lítið sem ekkert fellur i botninn, og það sem fellur er étið stuttu seinna yfirleitt.

Þakka fyrir mig.
Last edited by Fanginn on 08 Feb 2008, 17:45, edited 1 time in total.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Skipta um vatn, 50% ef þú getur. Jafnvel nokkra daga í röð. Þá fer þetta fljótlega :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

þakka fyrir þetta :) Fer og skipti 50% núna.

Hefur það engin slæm áhrif á fiskana að skipta svona ört?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Nei, þeir verða bara kátir með það - passaðu bara að hitastigið á vatninu sem fer í búrið sé svipað :)

Þetta gerist gjarnan með ný búr, bakteríuflóran verður full fljót á sér og vatnið skýjast svona. Svo jafnast þetta út bara og ætti ekki að gerast aftur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Það var nefnilega það, ég þakka kærlega fyrir mig. :D
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Sæl verið þið

Ég er búin að skipta út 50% af vatninu núna 3 daga í röð, og þetta skánar í fyrstu en fer svo alltaf aftur í sama farið...

Hvað finnst ykkur að ég ætt að gera? Prófa að skipta út 80% eða hvað er til ráða????

Þakka fyrir mig ;)
jæajæa
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég myndi bara gefa þessu aðeins lengri tíma - það ætti að koma jafnvægi á þetta fljótlega. Getur minnkað vatnsskiptin aðeins, t.d. 30% annan hvern dag, og svo bara sjá hvort þetta fari ekki að lagast.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

yes, geri það, þakka fyrir ;)
jæajæa
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er vatnið grænleitt ? Þá er þetta þörungablómi.
Ef svo er skaltu ekki skipta um vatn heldur slökkva ljósin og myrkra búrið í 3-4 daga og gefa lítið sem ekkert. Skipta svo um 50% þegar þetta er farið og kannski minnka eitthvað ljósatíman í framhaldinu.
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Ég er búinn að horfa mikið á þetta og ég get ekki betur séð en að þessi þoka sé hvít.

Kíki samt ennþá betur á þetta á morgum.

Þakka fyrir ráðin, og ef ég sé eitthvað grænt í þessu þá veit ég hvað skal gera ;)
jæajæa
drífa
Posts: 44
Joined: 01 Dec 2007, 14:18

Post by drífa »

Hvernig endaði þetta hjá þér ? Hvíta þokan farin?
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Nei. En ég er nokkð viss um að hún var hvít fyrst, en svo spurði vargur mig hvort hún væri nokkuð græn,,

Og ég held svei mér þá að það sé eitthvað grænleitt í þessu :?

Þannig að planið núna er að myrkva búrið í 3-4 daga og gefa fiskunum lítið sem ekkert að borða á meðan. En fínt að fá svar við 2 spurningum áður.

Ætti ég að skipta um eitthvað að vatni áður en myrkvunin byrjar?
Og ætti ég þá að breiða yfir búrið með laki eða eitthvað, þar sem ljósið í stofunni er yfirleitt kveikt?

Takk fyrir mig ;)
jæajæa
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ekkert vera að skipta um vatn og breyddu yfir búrið.

Er þetta ekki búr sem er búið að vera í gangi í nokkrar vikur hjá þér ?
Varstu eitthvað að endurhanna það frá grunni nýlega, td. tæmt það og þrifið dælu osf allt á sama tíma ?
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Nei, ég er ekkert búinn að þrífa búrð.

Ég skóf þörung af framglerinu með glersköfu, setti í það litla trjárót sem ég lét liggja í vatni í ágæistíma áður en ég setti hana ofaní, og setti lítinn keramik pott ofaní, alveg glænýjan (óglerjaðan) og skolaði hann vel áður.

Annars er búrið eins og það var, og jú ég þreif svampinn í dælunni einu sinni (óvart) uppúr hreinu vatni, var ekki búinn að lesa mig til um að þrífa hann uppúr vatninu í búrinu.

Búrið er búið að vera í gangi síðan rétt fyrir jól.
jæajæa
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Búrið er í algjörri myrkvun núna.

Var að spá með gjöfina, hvernig væri best að hegða henni?
jæajæa
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Ég fór yfir "þráðarheitin" á nokkrum síðustu blaðsíðum og fann ýmislegt um grænt vatn. Þannig að ég veit núna hvað ég á að gera, bara gefa þeim ekkert! Vona að ég lendi ekki í sama veseni og Iriser :?

Ein hugsun samt, Fékk mér kribbapar og albino ancistru í gær, þó þau séu ný í búrinu, ætti þetta þá nokkuð að drepa þau? Þörungarnir, myrkvið, matarskorturinn o.s.frv.

Heimskur sá sem ekki spyr ;)
jæajæa
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Sýnist þetta bara vera Classic New Tank Syndrom sem eru litlar örverur sem blossa hratt upp og drepast fljótt ef þú hættir að gera svona stór vatns skipti því þegar þú skiptir um vatn eru að koma með nýtt vatn með helling af næringar efnum fyrir þær til að lifa á

Láta búrið bara vera og fylgjast með vatnsgæðunum með Ammonia, No2 og No3 test, samt aðalega bara No3

Nei þetta drepur ekki fiska, ekki heldur þörungur, né myrkur
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Fanginn, ef þetta er "grænt vatn" sem er að plaga þig og þú myrkvar búrið í nokkra daga þá þarftu að gera góð vatnsskipti á eftir, jafnvel nokkra daga í röð.

Ástæðan er sú að myrkvunin drepur þörunginn sem veldur græna vatninu. Það leiðir til mikils magns af dauðum þörugum sem fara að rotna. Rotnandi þörungar verða að ammóníu, sem er fyrirtaks þörungafæða :) Þetta gæti hafist aftur ef þú þynnir það ekki vel út.
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Takk fyrir þetta.

Eg prófaði að gægjast undir lakið sem er búið að vera á búrinu núna, þetta er held ég nú eitthvað að lagast. En ég dauðvorkenni fiskunum að fá ekkert aðb orða, og þá sérstaklega nýja kribbaparinu sem eru ekki búinn að fá einn matarbita síðan þau komu í búrið.

En það verða komnir 3 dagar á morgum og ætli þeir lifi ekki þangað til þá.
Kem með fréttir á morgum ;)
jæajæa
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flestir fiskar geta lifað uppí viku og lengur jafnvel án matar svo að ekki hafa áhyggjur :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Jæja, þá prófaði ég að taka lakið af eftir 3 daga í myrkvun. Þetta lítur allt mun betur út en ekki alveg farið ennþá.
Ég kveikti ljósið og gaf þeim smá að borða, tók þá eftir því að þetta var ekki alveg horfið, þannig að ég slökkti bara aftur þegar þeir voru búnir að borða og breiddi aftur yfir það.

Ætlaði að hafa þetta svoleiðis þangað til á morgum, er það ekki ágætis hugmynd?
jæajæa
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Mundu að skipta um amk 50% vatnsins á morgunn. Annars fer allt að rotna.
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Ja, atla að muna það ;) Fyrst þið segir amk 50% er þá ekki bara fínt að skipta út svona 60% ;)
jæajæa
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Fanginn wrote:Ja, atla að muna það ;) Fyrst þið segir amk 50% er þá ekki bara fínt að skipta út svona 60% ;)
Hafðu það 63,5%. Það er öruggara.
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

He He okey, fatta þig ;)
jæajæa
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Þetta tókst alveg hreint fullkomlega.

Ekki nóg með það að þörungurinn fór úr vatninu sjálfu, heldur líka þessi "fasti" þörungur sem sest á glerið. Búrið tandurhreint og búinn að skipta út 60% vatni. Helvíti gott.

Eina vonda við þetta er það að nýja kribbakonan sem kom í búrið degi fyrir myrkvunina er eitthvað slöpp sýnist mér, liggur bara "ekki flöt" á botninum og hreifir sig voða lítið, tók samt smá rúnt áðan og skiptu um stað.

En ég rosalega ánægður með leiðsögnina sem ég fékk hérna og þakka ég rosalega vel fyrir.

P.S. Aðrir sem lenda í þessu ættu að hafa þennan þráð að leiðarljósi ;)
jæajæa
drífa
Posts: 44
Joined: 01 Dec 2007, 14:18

Post by drífa »

Frábært !

Leyfðu okkur að heyra aftur eftir svona 3 daga :)
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Jæja, núna atla ég að koma með update fyrir drífu og aðra. Núna er liðin eitthvað í kringum vika síðan og tók búrið úr myrkvun. Allt rosalega tært ennþá :) Og hérna kona myndir af því:

Image

Og hérna inní búrið á hlið. Smá flassbjarmi, en búrið ALVEG tært ;) Sjáið hvað dælan sést vel rúmum metra í burtu ;)

Image

Takk fyrir mig
jæajæa
drífa
Posts: 44
Joined: 01 Dec 2007, 14:18

Post by drífa »

Frábært !!!

Er í sama ferli, teppin fara af á morgun !!!
Post Reply