Um plexiglerbúr (fyrir þau sem eru í þannig hugleiðingum)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Um plexiglerbúr (fyrir þau sem eru í þannig hugleiðingum)

Post by Birkir »

"Fiskabúr eru líka gerð úr plexígleri, jafn sterk og endast jafnt og önnur búr. Plexígler má í framleiðslunni sveigja margvíslega og svo eru kantarnir bræddir saman. Þau eru alltaf rammalaus og hægt að móta þau og sveigja í margvíslega lögun, en þá verður að gæta að því, að þau séu ekki úr of þunnum efnum, svo hætt sé við að veggirnir svigni út undan vatnsþunganum, og þá bjagast myndin af fiskunum.
Þar sem s jónmynd í gegnum plexígler er adrei laus við bjögun, ætti eigandi, sem langar að taka mynd af fiskum, að velja glerbúr. Þá er það ókostur við plast og plexigler, að þau eru mýkri en gler og er hætt við að rispast, t.d. á fjölsóttum stöðum og söfnum. Með tíð og tíma verða þau alltaf móðukennd.
Því má spyrja, hví menn séu yfirleitt nokkuð að fá sér fiskabúr úr plexigleri? Svarið við því er að slíkt fiskabúr, oft með ávala kanta, fríttstandandi í stofu, er snoturt til að sjá. Það er listaverk og má þá tala um "fiskabúralist". "

Þetta endurskrifaði ég úr Búrfiskabókinni gömlu eftir Helgu Braemer og Ines Schueurmann.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það væri gaman ef menn sem reynslu hafa af plexibúrum settu inn nokkra punkta.

Persónulega ef ég aldrei átt plastbúr en hefur sýnst þau eldast illa og rispast auðveldlega.
Kosturinn er þó sennilega mestur hversu létt þau eru.
User avatar
Herra Plexý
Posts: 208
Joined: 11 Jan 2007, 13:17
Location: Vogar.
Contact:

Post by Herra Plexý »

Það er bezt að ég setji nokkur orð um þetta málefni hér inn þar sem ég á sennilega stæðsta plexy búr á landinu 1000L+ og svo hef ég smíðað ansi mörg búr síðustu 5 ár, meðal annars fyrir Tjörva, fiskeldisdeild Hólaskóla, vini og líka einkaaðila, plexy búr eru ekki betri eða verri en glerbúr bara öðruvísi og það þarf að hugsa örðruvísi en gler.
Ekki nota neitt annað en sköfur sem eru "Acrilic safe".
Plexy er alveg glært ólíkt gleri sem er alltaf smá grænt, mismikið grænt en það er alderi alvef glært.
Það er minna ljósbrot í plexy en gleri.
Það er minni bjögun en í gleri ef búrið er rétt gert.
Komi rispur í plast er lítið mál með réttum áhöldum að ná þeim úr, jafnvel með vatninu í búrinu.
Ekkert mál að bora.
Ekkert mál að flytja.
Lítið mál að minka, stækka eða breyta á annan hátt.

Nóg í bili, ef einhver vill spyrja þá er ég fús til svara.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þú smíðar þá væntanlega lok og alles með.
Hvernig eru ljósin höfð með, undir eða yfir loki ?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Herra Plexý
Posts: 208
Joined: 11 Jan 2007, 13:17
Location: Vogar.
Contact:

Post by Herra Plexý »

Jú ég hef smíðað lok en það er ekki gott að hafa þau úr plexy það vindur sig svoldið í raka, smíða lok oft úr vatnslímdum krossvið, skil ekki alveg hvað þú meinar með undir eða yfir spurningunni.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Með yfir eða undir ...
....ég var ekki viss hvernig lok væru með þessum búrum, stundum liggur ljósið ofan á lokinu ef lokið er úr gleri/plasti eða þá bara hefðbundið undir lokinu.
Vona að þú skiljir :oops:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Herra Plexý
Posts: 208
Joined: 11 Jan 2007, 13:17
Location: Vogar.
Contact:

Post by Herra Plexý »

Skil, ef ég hef sett ljósin í fyrir viðkomandi þá festi ég ljósin uppí lokið.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

sjæse!! 1000l plexí!! hallelúja.
Post Reply