Hugmyndir í 400l

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Hugmyndir í 400l

Post by Jakob »

Í mars næst komandi set ég upp 400l juwel. Ég er kominn með hugmindir um hvað á að vera í búrinu en mig langaði að vita hvað ykkur finnst.

Hugmynd.

RTC. Ég veit vel að hann stækkar hratt og verður stór.
Óskar. Hvernig gengur hann með RTC.
TSN. Veit ekki hvort að hann sé peninganna virði hvað finnst ykkur sem hafa reynslu af honum.

RTC fer í búrið og ég ætla að velja íbúa eftir því svo plís komið með hugmyndir um íbúa.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

TSN er vel peninganna virði!

Annars veit ég ekki hvernig þetta gengur, maður er oft að sjá RTC og TSN saman í stórum tjörnum en veit ekki hvort TSN yrði étinn á endaum.
Sjálfur þori ég ekki að koma nálægt þessum kumpánum enda vil ég hafa fleiri fiska með :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já RTC mun enda einn í búri sem er fínt mál (ég reyni örugglega að selja fiskana áður enn hann étur þá) svo þegar hann er orðinn svo stór þá bara verður maður búinn að safna fyrir stærra búri.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

RTCXTSN hybridinn minn át TSN hjá mér sem var bara örlítið minni. Fann einn daginn hálfan shovelnose og hybridinn hel sáttur.
Þar sem TSN vex hægar en RTC mun hann líklega ekki verða peninganna virði, of dýrt fóður :P
Já og óskar mun ganga með RTC upp að vissri stærð. Gengur allavega enn vel hjá varginum.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já ok... Hentar þetta í 400l með RTC og Oscar.
Green Terror
Convict
Festae
Nicaguensis

Og þá par af þessum fiskum.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Er þetta gott í 400l
Red Tail Catfish 1x
Óskar 3x
WC 1x
Pangasius Sanitwongsei 1x
Clownknive 2x
Synodontis 1x
Polypterus Senegalus 2x
Ropefish 4x

Veit að þessir fiskar verða stórir en ég kaupi þá litla og fækka með tímanum RTC hjálpar mér við það :lol:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Síkliðan wrote:Er þetta gott í 400l
Red Tail Catfish 1x
Óskar 3x
WC 1x
Pangasius Sanitwongsei 1x
Clownknive 2x
Synodontis 1x
Polypterus Senegalus 2x
Ropefish 4x

Veit að þessir fiskar verða stórir en ég kaupi þá litla og fækka með tímanum RTC hjálpar mér við það :lol:
það getur ýmislegt gengið í einhvern tíma en ef þú sleppir RTC og Pangasius gæti þetta gengið til frambúðar.
Óskar getur samt reynt að éta senegalus eða ropefish.
RTC vex hratt og á eftir að éta flest nema þú byrjir t.d. með alla hina (nema pangasius) fullvaxna.

Fólk verður bara að sætta sig við að RTC er ekki fiskur til að blanda með öðrum fiskum nema til mjög skamms tíma.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

veit ég kaupi RTC ungan (7 cm er líklegast) og óskarana 15 cm og hitt eitthvað stærra ég er að pæla að taka clownana útúr dæminu :)
Þetta gæti gengið hátt upp í ár mundi ég giska á.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Andri Pogo wrote:Fólk verður bara að sætta sig við að RTC er ekki fiskur til að blanda með öðrum fiskum nema til mjög skamms tíma.
Fólk verður líka að sætta sig við það að RTC er ekki fiskur sem maður á að setja í búr.

Hann gengur í smá tíma í 400 lítrum, en hvað svo? Það er næstum ómögulegt að finna einhvern sem vill kaupa rtc sem er orðinn of stór fyrir 400 lítra, þannig að maður neyðist til að drepa kvikindið.


Ég hef lengi verið að pæla í að fá mér rtc í 530 lítra búrið mitt, en ég er eiginlega alveg kominn ofan af því. TSN er miklu betri kostur, þar sem það tekur hann allnokkur ár að verða of stór fyrir búrið. Kannski fúlt, en þetta er bara ekki alveg raunhæft.




Svo er líka hætt við að hinir fiskarnir drepi rtc ef þeir eru mikið stærri en hann - litlir rtc geta verið viðkvæmir.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

já ég mun alveg passa mig á að það sé ekki of mikill stærðarmunur :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held þú eigir nú þegar nóg af fiskum í þetta búr.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Vargur wrote:Ég held þú eigir nú þegar nóg af fiskum í þetta búr.
lol fyrir utan það :) Þetta er orðið hálf kjánalegt hvað þú treður mikið af fiskum í búrin hjá þér útaf búri sem þú færð ekki fyrr en eftir einhverja mánuði.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Jæja ég er kominn með svona nokkurnvegin lista yfir það sem að fer í búrið :)

4x Óskarar Þetta væri ekkert almennilegt búr án þeirra.
5x Ropefish Ég passa að þeir séu of stórir fyrir óskarana.
1x RTC Sjáum hvað það endist lengi.
1x Synodontus Það verður nú einhver að þrífa búrið.
2x Geogaphus Brasiliensis Ég held að þeir heiti það allavega.
1x Polypterus Senegalus Þeir eru bara svo flottir.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

gleymdir að setja 1x 200 lítra vatnskipti á dag á listann, 385 vatnskipti yfir árið, 77.000lítra á ári ;)

Af mínu mati, allt of mikið af fiskum fyrir þetta búr
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

jájá ég er alveg að hugsa þetta enþá. ég er að hugsa um að sleppa geophagus og fækka svo bara smámsaman þegar fiskarnir stækka.

Svo á ég auka búr fyrir fiskana :) til að dreifa þeim smá :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég er með þetta ákveðið :)
1x RTC
1x TSN Hann verður færður í annað búr þegar of mikill stærðarmunur er kominn á hann og RTC.
2x Oscar (1x Lutino og 1x Red)
1x Pangasius sanitwongsei
1x Geophagus Brasiliens.
5x Ropefish
1x Polypterus senegalus
1x Gibbi (sailfin pleco)

Svo mun fækka eitthvað þegar fiskarnir stækka :D
Allir fiskarnir verða keyptir frekar litlir (líklegast 15cm og undir)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply