Hæhæ :) (gullfiskar)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birgitta89
Posts: 12
Joined: 05 Feb 2008, 14:08

Hæhæ :) (gullfiskar)

Post by Birgitta89 »

Ég er ný hérna og hef verið að skoða mig um hérna og líst bara vel á :)

Málið er það að ég var að fá mér 4 gullfiska og eina ryksugu, þeir eru í svona sirka 5l búri og konan í búðinni sagði að það væri tæpt en það væri í lagi þeir eru allir voða smávaxnir, en málið er það að einn gullfiskurinn liggur bara á botninum, hann fær sér að borða og svoleiðis, en annars liggur hann bara á botninum ég er búin að prufa að salta þrisvar en það virðist ekkert ætla að bæta þetta.
Ég var semsagt að vonast til að fá einhver ráð frá ykkur kæra fiskaspjalls fólk :)

Með fyrirfram þökk
Birgitta.[/b]
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ekki veit ég hvort hann láti svona útaf búrstærðinni, en þetta er alltof lítið fyrir 4 gullfiska, þó þeir séu smáir núna stækka þeir og það þarf svo rosalega lítið að koma uppá til að vatnið verði slæmt.
Hver eru málin á þessu búri og hvernig eru vatnsskiptin hjá þér?
-Andri
695-4495

Image
Birgitta89
Posts: 12
Joined: 05 Feb 2008, 14:08

Post by Birgitta89 »

Takk fyrir svarið :) ég er ekki alveg viss hvað það er nákvæmlega stórt, það eru svona 5 lítrar.. ég skipti um vatn einu sinni í viku og tek daglega 2-3 bolla úr og set 2-3 bolla af volgu vatni í staðinn..
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

skiptir þá alveg vikulega um vatn?
það er líklega nóg að skipta um þennan hluta daglega og sleppa að tæma það ef svo er.
-Andri
695-4495

Image
Birgitta89
Posts: 12
Joined: 05 Feb 2008, 14:08

Post by Birgitta89 »

Já, ég ætti kannski bara að gera það.. mér var einmitt bent á að ég ætti ekki að taka allt vatnið úr, það var líka sagt að hann gæti verið með ónýtann eða gallaðann sundmaga, og ég ætti að setja salt í búrið svo það myndi kannski lagast.. en ég veit ekkert :/
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fimm lítrar er allt of lítið fyrir fjóra gullfiska, það er varla bjóðandi einum fisk.
Það getur margt angrað fiska í svona slæmum aðstæðum og sennilega er þeim betur borgið ef þú sleppir því að reyna að halda lífi í þeim.
Mitt ráð er að skila þremum af fiskunum og halda eftir einum og skipta um helming af vatninu hjá honum á 4-5 daga fresti.
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

5 fiskar í 5 lítrum? Þar af 4 gullfiskar? Úff... Allt of lítið búr, eða allt of margir fiskar.
Birgitta89
Posts: 12
Joined: 05 Feb 2008, 14:08

Post by Birgitta89 »

Okei takk fyrir svörin :) en ég kannski gleymdi að taka fram að hann er alltaf að reyna að synda upp á yfirborðið en flýtur svo alltaf aftur niður á botn.. kannist þið við þetta??
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Það er dáldið lágmark fyrir fjóra gullfiska að vera í 20l sama hve litlir þeir eru :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Birgitta89
Posts: 12
Joined: 05 Feb 2008, 14:08

Post by Birgitta89 »

hehe hann er dáinn :(
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Ættir að taka það sem merki um að þú ættir að stækka við þig í búri
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Birgitta89
Posts: 12
Joined: 05 Feb 2008, 14:08

Post by Birgitta89 »

Jamm ég geri það, en þetta er 10l búr samtsem áður:)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Á ekki bara að fá sér 400l juwel þú kemur alveg assgoti mörgum gullfiskum í það :wink:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

og hve marga gullara á að hafa í því? :P
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

þú misskildir mig :)
Ég er að segja henni að fá sér 400l og þá fleiri gullara :)
Þú kemur öruglega hátt upp í 50 litlum gullfiskum í það :wink: :wink:

Fyrir mig þá set ég bara monster í mitt 400l 8)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

hehehe, já.. er hérna alveg kúkú af hósta :lol:

Sé það núna að hún ætlar að hafa 10 L búr, á að vera með 2-3 í því búri?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Agnes Helga wrote:hehehe, já.. er hérna alveg kúkú af hósta :lol:

Sé það núna að hún ætlar að hafa 10 L búr, á að vera með 2-3 í því búri?
Held að þú sért bara ekki að skilja þráðinn :roll: Þetta 5 L búr sem hún var með var víst 10 L búr eftir allt saman :)
200L Green terror búr
Birgitta89
Posts: 12
Joined: 05 Feb 2008, 14:08

Post by Birgitta89 »

Hehehe! snilld :) en jamm.. ég veit ekki sko, mér sýnist þeim líða ágætlega í þessu 10l búri núna þrír gullfiskar og ein ryksuga.. ég tek alltaf 4 bolla af vatni úr daglega og bæti 4 bollum af fersku í staðinn :)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Það eru fín vatnsskipti. Passaðu þig samt á því að þú skiptir ekki um of mikið of oft :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Of mikið of oft :roll: Það er sennilega lítil hætta á því.
4-5 bollar á dag er ágætt og svo td. 50% eða meira vikulega.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Sorry heima hjá mér eru bara svona hlunka bollar sem að taka næstum hálfan lítra öruggleg :roll: :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Sirius Black wrote:
Agnes Helga wrote:hehehe, já.. er hérna alveg kúkú af hósta :lol:

Sé það núna að hún ætlar að hafa 10 L búr, á að vera með 2-3 í því búri?
Held að þú sért bara ekki að skilja þráðinn :roll: Þetta 5 L búr sem hún var með var víst 10 L búr eftir allt saman :)
Ah, skil :) var að misskilja :) pardon moi! :lol:

Endilega koma með myndir Birgitta :P we like pic's :D
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Birgitta89
Posts: 12
Joined: 05 Feb 2008, 14:08

Post by Birgitta89 »

Jáá ég er bara ekki með myndavél í augnablikinu ;) ég redda ykkur myndum!
Post Reply