Ég heiti Rut, er 22 ára, er að læra hjúkrunarfræði og er nýfarin að sulla í fiskabúrum. Milli þess sem ég sulla í fiskabúrinu mínu þá sullaði ég kaffi yfir tölvuna mína sem gafst upp við það og því eru allar myndirnar mínar týndar í bili. Og ég sem var búin að rembast við að mynda þetta búr mitt hægri vinstri, tók frekar margar tilraunir þar sem ég er slakur ljósmyndari. En jæja, ég læt þá nægja að lýsa (omg, er í eða ý, hvað er að gerast) búrinu mínu sem ég startaði í nóvember 2006:
Rétt rúmlega 100L, með sandi, rót, plöntum og smá af gráum steinum sem ég sauð lengi lengi úr fjörunni.
3 skalar, ungir og vaxa frekar hratt flestir. Þeir eru hvítir með svörtum óreglulegum flekkjum, minnir að það kallist dalmatíuskallar? Voða sprækir, hefur breyst eitthvað hegðunin innbyrðis eftir að ég bætti fiskum í búrið, gaman að sjá hvernig þetta fer, langar að eiga fallegt par.
2 Dverggúramar, karl og kerling. Blá og rauð... Nýjustu fiskarnir í búrinu, dafna vel, spurning hvort ég bæti annarri kerlu við, karlinn er svolítið í því að elta hana um allt búr, en kannski er það bara gott??
7 kardinála tetrur, þær eru svo sætar, synda þvert yfir búrið í hóp fram og tilbaka voða glaðar með sig (vona ég), hef meira að segja plantað þannig að þær haldi sínu sundplássi.
1 Pleggi, giska á svona 10 cm langur en kannski er ég í ruglinu.
3 ancistrur, alltaf á fullu.
Ok, ég byrjaði með ancistrurnar, skallana og tetrurnar en fékk svo hringingu frá vini mínum sem sagðist sitja uppi með 3 fiska í poka sem einhver hafði skilið eftir hjá honum. Þeir voru víst mjög tæpir og þurftu að komast sem fyrst í búr og ég ákvað að taka sjensinn og setja þá í búrið mitt. Þá vissi ég ekki hvaða fiskar þetta voru en grunaði að 2 væru skallar (og ég hugsaði með mér; "úú ég get tekið þá og svo fengið mér bara stærra búr í sumar og allir verða sáttir í því", jájá fljót að fara fram úr mér) en hann sagði að þeir væru ekkert svo stórir, "svona 4 cm" hahahhaha þegar ég fékk pokann þá kom í ljós að þetta voru 2 svartir riiisastórir skallar og einn pleggi. Ég tók samt sjensinn og skellti þeim útí búrið og það var eins og ég hefði sett hákarla í búrið mitt. Þeir voru stanslaust að elta hina fiskana, sérstaklega tetrurnar og náðu þeir einni og ég þurfti að beila á þeim því búrið var aaalls ekki nóg stórt fyrir svona hlunka. En hrikalega var annar þeirra fallegur!!
En jæja, núna gengur semsagt allt fínt, nema þörungur er smá að bögga mig. Mér finnst græni bara sætur svona aðeins en nú er einhver hel%*'# brúnn gaur farinn að hanga á sumum plöntunum. Er að minnka ljós og mat og ætla að sjá hvað gerist. Annars hef ég engar stórar áhyggjur af þessu strax þar sem allt vex og dafnar og allir eru kátir sem búa í búrinu. En ég er hrædd um að fátækur námsmaðurinn hefði betur sleppt því að byrja á þessu hobbíi því mér er strax farið að langa í annað búr

Verð að láta nægja í bili að heimsækja Birki og góna á búrið hans...
Ég ætla að sleppa því í bili að setja mynd af mér hér, þar sem það eru engar "venjulegar" myndir til af mér og ég enda oft á því að vera trúðurinn þar sem ég pósta mynd af mér og ég er svo geðveikt mikið að reyna að vera grown up fiskabúraeigandi hérna þannig að ég geymi það hlutverk Hahahaha
Vá afsakið hvað þetta varð langt, koma myndir seinna.