Þetta eru frábærar myndir hahaha
Hvernig er það með Ástargaukana, bíta þeir ekkert? Og ef ekki, hvernig fórstu eiginlega að því að fá þá blíða?
Ég bjó einu sinni á sama heimili og svona fugl og ég eiginlega hálfvorkenndi sjálfri mér

ég var farin að halda að nafnið á tegundinni væri eitthvað kaldhæðnisdjók. Hann beit alla og hvæsti á alla nema eina manneskju á heimilinu sem hann tók mjög í sátt, hann var þó handmataður en hafði reyndar verið á einhverju öðru heimili í nokkra mánuði áður en hann kom til okkar svo hann gæti hafa styggst þar. Og hrikalega bíta þeir fast!