Afrískar Sikliður / nýtt búr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Edison
Posts: 1
Joined: 08 Jan 2007, 13:30
Location: Reykjavik

Afrískar Sikliður / nýtt búr

Post by Edison »

Ég kem til með að fá mér búr á næstu dögum og þar sem að þetta er fyrsta búrið mitt þá vantar mig mikið upp á, á það að vita hvaða fiskar passa saman í búr.

Stærðin á búrinu verður 240l - 260l og ég ætla að fá mér afrískar sikliður í það. Er reyndar ekki alveg viss á því hvort að allar þessar síkliður séu afrískar og úr Malawi eða Viktoríuvatni en ég er kominn með ágæta hugmynd um það hvaða síkliður ég vill, og hér neðar er listi með helstu nöfnum, en leiðréttið mig endilega því maður lærir af mistökunum.

Cynotilapia Afra

Tropheops Tropheus

Melanochromis Johannii
Melanochromis Cyaneorhabdos

Maylandia Emmiltos
Maylandia Lombardio

Labidochromis Caeruleus

Pseudotropheus Kingsizei
Pseudotropheus Elongatus
Pseudotropheus Saulosi
Pseudotropheus Demasoni
Pseudotropheus Estherae

Miklar pælingar hafa verið hjá mér hvaða dælur eru bestar og hef ég heyrt einna helst um Eheim þar á bæ. Einnig hef ég heyrt aðeins um Amtop (er ekki alveg viss hvernig það er stafað) og vildi ég gjarnan fá álit ykkar á þeim
Kv. Edison
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér líst vel á þetta hjá þér.
Varðandi fiskavalið þá myndi ég mæla með að þú héldir þig við eina undirtegund af hverri tegun til að forðast óþarfa læti og hættu á kynblöndun tegunda. Td hafa bara eina týpu af Melanochromis osf.

Einnig ættir þú að reyna að forðast tegundir þar sem karlarnir eru mjög líkir í lit.

Varðandi dælur þá tel ég bæði Ehem og Am-top ágætis dælur, Fluval er einnig ágætt merki og sjálfur er ég hrifnastur af Rena Xp tunnudælunum.
Post Reply