Ég keypti Hnífagotfiskana af honum Guðmundi og gaf syni mínum í afmælisgjöf.
Eru þeir 10 talsins og þar af er bara 1 kk. en ég vona að hann sé full fær um að
þjónusta þessar 9 kvk svo að fjölgun geti orðið einhver.
Þessi fjölskylda er í 54L búri ásamt 1 Ancistru.
Fyrstu dagana voru þeir ósköp hræddir við manninn en borðuðu og
fljótlega voru þeir farnir að byðja um mat þegar maður kom að búrinu.
Hamagangurinn var svo mikill þegar ég standsetti búrið að ég gersamlega
steingleymdi að skella bakgrunninum á búrið

En geri það einhvern daginn þegar ég verð í stuði.
Þá sjást þeir betur

En hér eru bestu myndirnar enn sem komið er en þetta eru ekki stylltar fyrirsætur sko.
Já fullt af loftbólum enda búrið nýgræjað þarna.