Page 1 of 1

Hvað má og hvað má ekki hérna?

Posted: 17 Feb 2008, 12:09
by Sirius Black
Langaði svona aðeins að spyrja, þetta er allt og ekkert þráðurinn og hérna má auglýsa hvað sem er sem er ekki tengt fiskum , jújú gott og gilt.

Ég setti inn þráð sem var bannaður af því að hann tengdist fyrirtæki og ekki fiskum, en þar sem að þetta er allt og ekkert þráðurinn afhverju þarf þá allt að tengjast fiskum, allavega hef ég ekki séð það á þessum þráðum hér. En skal taka það fram að ég á engra hagsmuna að gæta í þessu fyrirtæki, langaði bara að kanna viðbrögðinen ég var skotin niður.

En ástæðan fyrir því að ég set þetta inn er að hérna er kominn annar þráður sem er búin að vera hérna óáreittur í langan tíma, en hann fjallar um föt, sem er verið að selja í miklu magni. Sem sé eins og fyrirtæki en er örugglega ekki svoleiðis, en það tengist ekki fiskum heldur og afhverju fær hann að vera óáreittur en ég skotin niður? Afhverju mega sumir auglýsa hluti sem hann er að selja í miklu magni eins og fyrirtæki en ekki aðrir? Er það bara af því að hitt var fyrirtæki sem að ég var að auglýsa og viðurkennt en ekki þessi fatasali?

Finnst svona mismununun alveg út í hött, en tek það aftur fram að fyrirtæki sem um ræðir tengist mér ekki :)

Posted: 17 Feb 2008, 12:54
by Squinchy
Okei fékkstu ekki ástæðu í einkapóst ?

Posted: 17 Feb 2008, 12:55
by Sirius Black
Squinchy wrote:Okei fékkstu ekki ástæðu í einkapóst ?
Það var bara sagt á þræðinum, tengdist ekki fiskum og var fyrirtæki :roll:

Posted: 17 Feb 2008, 13:08
by Squinchy
Okei skrítið þar sem þessi þráður tengist ekkert fiskum og er bara til að auglýsa hvað sem er til sölu, það ætti nú kanski bara að koma með sticky um hvað má og hvað ekki víst að það séu einhver skilyrði

Annars finnst mér ekkert að því að fyrirtækis auglýsingar koma hingað inn að vissu marki, alltaf gaman að fá svona upplýsingar upp í hendurnar ef maður skildi vera að leyta af einhverju sérstöku

Posted: 17 Feb 2008, 20:03
by Ásta
Málið er að þetta er ekki ætlað sem ókeypis auglýsingasvæði fyrir fyrirtæki, við vitum alveg hvernig það myndi enda.

Ef einhverjir vilja auglýsa hér sinn rekstur er það sjálfsagt gegn greiðslu.

Posted: 17 Feb 2008, 20:09
by Squinchy
Já það myndi örugglega fara úr böndunum :P samt skrítið að hreinsa þá ekki alla þannig þræði út eins og þessa fata sölu sem Sirius var að tala um

Posted: 17 Feb 2008, 20:23
by Ásta
Ásta wrote:Ef einhverjir vilja auglýsa hér sinn rekstur er það sjálfsagt gegn greiðslu.

Posted: 17 Feb 2008, 20:35
by keli
Var s.s. greiðsla fyrir þann þráð?

Posted: 17 Feb 2008, 22:39
by Tappi

Posted: 18 Feb 2008, 09:35
by Vargur
Já Tappi bauðst til að styrka spjallsíðuna gegn því að fá að auglýsa og er það bara besta mál.

Ég set inn einhverja punkta um hvað má og hvað ekki, biðst afsökunar á að hafa alveg gleymt því. :?