Drip emitter - til á Íslandi?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Drip emitter - til á Íslandi?

Post by keli »

Image

Vitið þið hvar er hægt að fá svona græju eða hvað þetta kallast á íslensku? Þetta er ódýr stútur sem skammtar vatn í ákveðnu magni, óháð þrýstingi á inntakinu. Þetta er aðallega notað í ýmiskonar gróðurdæmi, til dæmis hydroponics.

Mig vantar þetta í sjálfvirka vatnsskiptikerfið mitt :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér dettur í hug að Deiglan gæti lumað á svona löguðu.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Kannski einhverjar heildsölur sem selja garðyrkjubændum?

Einu sinni var til eitthvað sem hét Frjó.
Gætir prófað að tala við Ellert í Garðheimum.
Nonni (kannski þekktur sem Jón) í Gróðrast. Mörk.
GG
Posts: 250
Joined: 22 Oct 2006, 10:57

Post by GG »

Ég á nokkra notaða þrystijafnara og stillité á góðuverði með uppsetningu sem hentar örugglega betur ef þú ert að hugsa um nokkur búr .Jafnvel til í að skiptum á fiskum :lol:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Í rauninni vantar mig bara einn, þar sem búrin sem ég er að pæla í að nota þetta með eru öll á sama kerfinu :)

Best væri að fá einn sem drippar 1-2 lítrum á klst. Áttu nokkuð svoleiðis til? :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply