ég fékk mér 3 gubby núna nýlega, 1 kall og 2 kellur.
þannig er málið að ein kellan hreinlega dó eina nóttina ,
ég skil ekki ástæðuna. Svo las ég mér verulega til hérna
á spjallinu og sá að einhver talaði um að setja salt(joðlaust )
í búrið, ég prófaði það, og allt í einu urðu hinir eftirlifandi 2 svaka
hressir og allt í gúddí:D, nema hvað kallinn heldur sig alltaf á
botninun og hefur gert það síðan ég fékk hann, hin kellan sem
er lifandi er ólétt og ekki langt í got hjá henni.
þannig spurningin er þessi, gæti þetta verið veiki? eða bara byrjendamistök hjá mér að vera ekki búin að setja saltið í fyrst? Og hvað gæti hugsanlega verið í gangi með kallinn hjá mér, þetta eru agalega fallegir fiskar og mér langar að þeim líði sem best!!!
Vona að einhver komi með góð ráð eða ábendingar!:D
takk takk
Síkliðan wrote:Kannski gefuru bara of mikið Ég þekki þetta reyndar bara hjá óskurunum mínum. Þeir leggjas tá botninn til að melta
Þetta er ólíklegt með gúbba. Ef þeir leggjast á botninn, þá er eitthvað að. Það er best að sleppa ráðleggingum ef þú þekkir ekki almennilega til fiskanna sem er verið að tala um.
Kerlingin sem dó var með furðuleg eins og gráhvít hrúður á hliðinni á kviðnum og svo í morgun tók ég eftir 2 dauðum seiðum frá henni, ( gat ekki verið þessi sem er lifandi þar sem ég hef sett hana í sér gotbúr)
og með karlinn, hann ekki alveg legst á hliðina á botninn, hann liggur á maganum.
ég er með hana í alveg sér búri, ekki þannig gotbúri sem er enn ofan í aðalbúrinu, ég þorði ekki að hætta á að það væri eitthvað að hinni kellunni sem var í vatninu færi í þá eftirlifandi.
Þetta gæti verið velvet eða eitthvað svoleiðis.. þá kemur svona hvítleit filma á fiskinn, en yfirleitt eru svona einkenni á fisknum í amk 1-2 daga áður en hann drepst. Var kerlingin í góðu formi þegar þú fékkst hana?
jæja þá kom að því, kallinn sem var eftir í gamla búrinu er dáinn, hann er farin á hliðina með svipuð einkenni og fyrri kellan, en seinni kellan er í góðum gír í sérbúri. ég henti gamla búrinu, bara til öryggis ef það skildi vera einhverskonar baktería í búrinu.