Loks fann ég bardagafisk sem ég fann bara "this is the one!!"
Nældi mér í hann fimmtudaginn 14. Febrúar og skellti honum hérna í skrautvasa sem ég á hérna hjá mér (sá eitthvern nota skrautvasa fyrir sinn bardagafisk) Ég alveg þvílíkt ánægð, keypti handa honum blóðorma og finnst alltaf jafn krýbbí að hlusta á hann borða, alveg brakar í honum og bergmálar um allt búrið

Á laugardaginn 16.Febrúar var ég í Dýraríkinu(sem ég keypti einnig karlinn) og sé bardagakerlingar og spurði karlinn hvort við ættum að bíða þar til í sumar að næla okkar í nokkrar eða núna. Skildist að þetta væri mjög sjaldgæft hvað þær væru svona fallegar á litinn, oftast dökkar litinn, en þessar eru mjög ljósar(og þar sem ég er algjör stelpa þá vil ég auðvitað allt í ljósu hehe)
Karlinn minn spyr hvort ég ætli bara að eiga þá er hvort ég sé viss um að ég vilji rækta. "ég vil allavega reyna það" og hann segir mér þá að næla mér í þær fallegust

Þannig að ég sé þarna hvíta kerlingu, bleika og bleikrauða. og ég ætla að fá þær...sem og ég gerði nema hvað ég sé eina þarna syndandi um sem var ennþá meira hvít og ég tók hana líka

Og hún er það hvít að hún minnir mig alltaf á kremkex, enda er hún kölluð Vanilla.
Jæja svo lendi ég í vandræðum með 60L búrið mitt, eitthver sýking þar þannig að ég skundast í dýraríkið og kaupi lyf og karlinn minn fer að skoða fiskana og kemur svo til mín "...afhverju keyptiru ekki þennan bardagafisk??" og sýnir mér einn þarna og ég bara "ööö minn er flottari ".."eh eiginlega ekki" segir hann "fínt"segi ég"kaupt þú þennan þá bara!"
Sem og hann gerði.
Minn er svona bleikrauður og þegar hann verður stressaður skiptir hann yfir í ljósbláan, sem mér finnst bara mega töff!
Hans er rauður crownhead minnir mig að það sé kallað. Og honum finnst nú bara mest töff þegar ég var að skoða hann og segi "það er eins og þetta sé rokkari" hehe karlinn minn er rokkari.
Þannig að við settum hann í kúlubúr sem hún móðir mín átti.
Og kerlingarnar eru í stórum vasa einnig.
Í sumar fara þær þó í hornbúrið mitt og þeir fara í 60L búrið, auðvitað með skil á milli þannig að þeir fá sitthvort 30 L búr

Svo sér mar bara til hvernig gengur að rækta.
þau eru öll inn í herbergi hjá okkur alveg upp við ofnin enda alveg þvílíkt spræk.
Mér var alltaf sagt að þessir fiskar yrðu nú ekkert voða sprækir og alltaf á botninum en annað sýnist mér

Og karlarnir voða duglegir að búa til hreiður þó svo ég skemmi það óvart stundum þegar ég set ferskt vatn ofan í, þó svo ég á nú ekki að þurfa að gera það á hverjum degi eins og ég geri. Ekkert að því svo sem.
En ég hef áhyggjur af henni Vanillu.
Hún er nú ekki sú sprækasta. þegar ég gef stelpunum að éta þá eru þær rosalega snökkar að fá sér að éta, sérstaklega þessi bleikrauða, vá hvað hún er hress, sprækk og snökk!
En Vanilla er svo hævirk að hún nær aldrei að borða, gef oft þannig að allar synda í eina átt og gef nokkur stykki þar svo hendi ég til hinnar sem er hinum megin ennþá því hún er rosalega hæg virk og ég fer ekki fyrr en ég hef séð að hún hefur tekið að minnsta kosti einn bita.
Svo í gær var hún alveg hreyfingarlaus, og ég bara hélt hún væri dauð. Og hún er svo rosalega hvít að ég sé ekki hvort finnarnir væru á hreyfingu eða ekki(rosa erfit að sjá það jafnvel ef hún syndir)
Þannig að ég potaði á endanum í hana og jújú lifandi, þannig að ég setti hana bara í litla plastdollu og gef henni spes að borða þar. Virðist vera að hressast við, en ekki mikið.
Ætlaði nú að setja mynd en finn myndavélina sem ég ætlaði að nota bara ekki.
Og hin gefur svo mikið flass frá sér að ekkert sést fyrir flassi.
Set það inn um leið og ég finn tækið

Takk fyrir lesturinn.