Page 1 of 1
Dverghamstrastelpa með öllu til sölu... farin
Posted: 24 Feb 2008, 22:07
by mixer
Hún er grá og hvít með svörtum röndum! Rosalega gæf og æðisleg! Hún er aðeins 5 mánaða sirka og búrið er aðeins 4 mánaða! Keypti það glænýtt og það er mjög velmeð farið!
Með henni fylgir búr, matardallur, nagdót, hús, hjól, kúla (til að hlaupa í), matur, sag, meira nagdót, vatnsdallur, og ennþá meira nagdót úr timbri (sem eru í raun húsgögn sem ég fékk í Dýragarðinum, voða sniðugt), bómull, nammi og fl. og fl.
Ég verð að láta hana af sökum ofnæmis
En hún er voðalega yndisleg og krúttleg!
6000 kr
Posted: 24 Feb 2008, 22:14
by mixer
Posted: 26 Feb 2008, 20:36
by mixer
þar sem enginn vill hana á 6000kr breyti ég þessu bara í uppboð og hún fer til hæst bjóðanda... taka skal samt fram að hún fer ekki á minna en 3500kr og og skal hafa tilboð í heilum og hálfum þúsundum.
Posted: 26 Feb 2008, 23:27
by Sunneva
6000?
Þetta er nánast dýrara en að fá sér allt nýtt plús hamsturinn. Allavega hér á Akureyri.
En myndi segja að 3500 sé sanngjarnt verð.
Ekki það að ég sé að fá mér.
Posted: 27 Feb 2008, 00:11
by Vargur
Ég leyfi mér nú að efast um að verðið í fákeppninni á Akureyri sé svo gott.
Posted: 27 Feb 2008, 08:17
by Sirius Black
Sunneva wrote:6000?
Þetta er nánast dýrara en að fá sér allt nýtt plús hamsturinn. Allavega hér á Akureyri.
En myndi segja að 3500 sé sanngjarnt verð.
Ekki það að ég sé að fá mér.
En svo eru til mismunandi búr, til dýr búr og ódýr búr
Kannski er þetta flott og dýrt búr og því myndi maður ætla að það færi á meira en búr sem væri keypt á 2000 kr.
En annars þú sem ert að selja, gangi þér vel að selja hamsturinn
Posted: 27 Feb 2008, 11:36
by mixer
búrið kostaði 6000kr nýtt og svo er fullt af drasli með
Posted: 27 Feb 2008, 20:21
by lilja karen
yfirleitt kosta ný búr 5-6000 nýtt og þá fylgja allt með
Posted: 27 Feb 2008, 22:25
by mixer
Ég keypti búrið á 5990 og með því fylgdi matardallur, vatnsdallur, hjól, hús. Búrið er á tveimur hæðum.
En það sem ég er búin að kaupa í það er mjög margt extra og hamsturinn sjálfur kostaði 1500 krónur!
En hvað með það.. þá vantar mér bara að losna við hana vegna ofnæmis og það má bara endilega bjóða í hana..!
OG þar sem þetta er uppboð þá þætti mér vænt um ef að það væri bara boðið upp hérna en ekki kvartað!
Takk fyrir!!
p.s. uppboðinu líkur þann 5. mars 2008 á miðnætti!
Posted: 28 Feb 2008, 00:20
by FiskaFan
Langaði bara að óska þér góðs gengis
Ef það væri ekki ofnæmi á mínu heimili, þá væri ég vís með að bjóða í hana..