Hvernig veit ég hvenær sverðið er fullvaxið. Ég hef tekið eftir því að kerlingarnar hjá mér stækka töluvert eftir að þær eru orðnar kynþroska og farnar að gjóta.
Nú er fyrsta kk seiðið hjá mér að verða kynþroska, hann sýnir kellunum mikin áhuga og er farin að sýna alskonar kúnstir. Sverðið hans er ennþá ekki nema 1/3 af því sem er hjá eldri kallinum mínum. Þess vegna spyr ég hversu lengi er það að komast í fulla stærð ? Get ég séð hvenær það er hætt að lengjast ?
Strærð kk sverðdraga fer mikið eftir aðstæðum í búrinu.
Ef eldri kk er í búrinu þá stækkar sverðið oft seinna á þeim unga en búkurinn stækkar hratt.
Ef enginn kk er í búrinu þá stækkar sverðið hratt en búkurinn hættir fljótlega að vaxa að ráði.
Ég er eimmitt með einn gamlan og einn ungan. Sá ungi er orðin stærri á búkinn en sverðið er enn mjög stutt. Hann (sá ungi) er nefnlega mjög fallegur og væri því synd ef sverðið stækkaði ekki meir.