Ég keypti notað fiskabúr, bara 60 l búr sem ég ætla að leyfa skalaseiðunum að vaxa í - ef þau komast á legg.
Ég er nú ekki búin að starta því ennþá, en var að spá í þessari dælu... ég finn EKKERT um það frá hvaða framleiðanda þessi dæla gæti hugsanlega verið. En þetta er innbyggt í búrið, svona þriggja hólfa, vatnsinntak að neðan, fer upp í næsta hólf sem síar vatnið niðr og svo ferð það upp í því þriðja, og þar er powerhead. En þetta powerhead virðist ekki vera með neinni festtingu, og það er enginn stútur framaná það eins og í Juwel, bunan bara beint útúr unitinu sjálfu. Og það er bara bómull og biologisk filtration.
Á ekki að vera stútur framaná? Hvar ætli ég fái svoleiðis? Og borgar sig ekki að reyna að festa þetta powerhead einhvernveginn eða á ég bara að troða bómull svo það skorðast af?
Ég fékk kol í pakka og afgang af möl og það er merkt "A Quality". Þetta mun hafa verið keypt í einhverri gæludýraverslun í Kópavogi, nærri Smáralind.
Fiskabúr með innbyggðri dælu
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Engin mynd enn. Ég er búin að komast að því að búrið er Rena. Og það er ekki keypt rétt hjá smáralind, heldur rétt hjá Kringlunni, líklega í búðinni í húsi Verslunarinnar.
Er einhver með svona? Sú hlið sem dælan er fest á (öll hliðin nánast) er með svona filmu í þannig að hún er dökk með rákum (já já, ég skal taka mynd bráðum).
Allavegana, þá vantar mig að vita hvernig þetta powerhead er fest, hvort það á ekki að vera stútur á því, svo er svona lítið gat sem vísar upp, grunar að það sé fyrir loftbólur eða eitthvað.
Ég komst bara ekki í búðina í dag.
Er einhver með svona? Sú hlið sem dælan er fest á (öll hliðin nánast) er með svona filmu í þannig að hún er dökk með rákum (já já, ég skal taka mynd bráðum).
Allavegana, þá vantar mig að vita hvernig þetta powerhead er fest, hvort það á ekki að vera stútur á því, svo er svona lítið gat sem vísar upp, grunar að það sé fyrir loftbólur eða eitthvað.
Ég komst bara ekki í búðina í dag.